Áfram 20 manna fjöldatakmörk

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræða við …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræða við fjölmiðlafólk fyrir utan ráðherrabústaðinn í hádeginu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Núverandi fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða, með 20 manna almennum samkomutakmörkum, undanþágum fyrir 50 manna samkomur í sitjandi viðburðum og 200 manna samkomum með neikvæðum hraðprófum fyrir Covid-19, verður framlengt næstu þrjár vikurnar.

Nánar má lesa um gildandi takmarkanir hér.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti um þetta, að ríkissjónarfundi loknum, rétt í þessu. 

Áfram verður stuðst við tveggja metra nálægðarmörk á milli fólks sem ekki er í nánum tengslum og eins metra nálægðarmörk þar sem er grímuskylda.

Einhugur í ríkisstjórn

Ríkisstjórnafundurinn stóð töluvert lengur en oftast áður og lauk ekki fyrr en klukkan rúmlega tólf.

Spurður segir Willum Þór að einhugur hafi ríkt um ákvörðunina að framlengja núverandi aðgerðir innan ríkisstjórnar. Þá kvaðst hann hafa farið eftir tillögum sóttvarnalæknis, samkvæmt minnisblaði hans, í einu og öllu.

Ný skólareglugerð tekur einnig gildi

Samhliða minnisblaði sóttvarnalæknis var kynnt ný skólareglugerð í ríkisstjórn sem Willum Þór sagði hafa „fæðst í samtali skólamálaráðherra og skólasamfélagsins“. Sagði hann nýju skólareglugerðina rúmast innan áframhaldandi takmarkana eins og kostur er og taka gildi á morgun, á sama tíma og ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert