„Fór allt mjög vel“

Tveir vöruflutningabílar fuku út af veginum á Holtavörðuheiði.
Tveir vöruflutningabílar fuku út af veginum á Holtavörðuheiði. Ljósmynd/Aðsend

Tveir kranabílar komu vörubíl Fraktlausna til aðstoðar á Holtavörðuheiðinni í dag þar sem vagn hans hafði hafnað utanvegar. Enginn slasaðist og urðu hvorki skemmdir á bíl né varningi. Þetta staðfestir Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna.

Vonskuveður hefur verið á vesturhelmingi landsins og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna þess.

Hafði vörubíllinn verið að mæta öðrum bíl og farið of langt út í kant sem varð þess valdandi að hann missti vagninn út af veginum.

Ljósmynd/Aðsend

Sautján mínútur

„Þetta fór allt mjög vel hjá okkur,“ segir Arnar Þór í samtali við mbl.is. 

Ekki tók nema um sautján mínútur fyrir viðbragðsaðila að koma vörubílnum aftur á þjóðveginn og er hann nú á leið norður á Akureyri.

Aftur á móti var aðra sögu að segja um vörubíl Samskipa sem hafnaði lengra utanvegar.

Vörubíll Samskipa hafnaði lengra utanvegar.
Vörubíll Samskipa hafnaði lengra utanvegar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert