Stærsti skjálftinn á svæðinu í áratugi

Kristín vakti athygli á skjálftanum í dag.
Kristín vakti athygli á skjálftanum í dag.

Í morgun rétt eftir klukkan níu mældist jarðskjálfti 3,1 að stærð um átján kílómetra suðvestur af Húsafelli. Er þetta stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í að minnsta kosti 27 ár, eða síðan árið 1994.

„Við höfum verið að fá litlar hrinur á þessu svæði, þannig að það er svo sem ekki algengt, en ekki heldur óalgengt,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún bætir við að yfir sjötíu skjálftar hafi mælst á svæðinu síðan 9. janúar á þessu ári.

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, vakti athygli á skjálftanum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka