Vildu dreifa ösku við Sólfarið og Norræna húsið

Sólfarið við Sæbraut er vinsælt á meðal ferðamanna.
Sólfarið við Sæbraut er vinsælt á meðal ferðamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að fólk hafi sótt um að dreifa ösku við Sólfarið í Reykja­vík og á lóð Nor­ræna húss­ins. Efnaður Banda­ríkjamaður sem hafði aldrei komið áður til Íslands vildi láta dreifa ösku sinni á Sigluf­irði.

Þetta seg­ir Hall­dór Þorm­ar Hall­dórs­son, hjá sýslu­mann­in­um á Norður­landi eystra, spurður um stöðuna þegar kem­ur að þess­um mál­um.

Um­rædd­ur Banda­ríkjamaður hafði lengi hrif­ist af Íslandi og þegar hann sá vetr­ar­mynd­ir frá Sigluf­irði fól hann lög­manns­stofu að finna stað þar til að dreifa ösk­unni. Það var gert uppi í fjöll­um fyr­ir ofan bæ­inn fyr­ir nokkr­um árum síðan og annaðist björg­un­ar­sveit verk­efnið.

Siglufjörður.
Siglu­fjörður. mbl.is/​Bjarni Helga­son

42 um­sókn­ir í fyrra

Alls bár­ust sýslu­manni 63 um­sókn­ir um dreif­ingu ösku árið 2019, sam­kvæmt töl­um embætt­is­ins og árið eft­ir voru þær 38 tals­ins. Í fyrra bár­ust 42 um­sókn­ir. Fækk­un um­sókn­anna frá 2019 til 2021 staf­ar af því að árið 2019 barst um helm­ing­ur um­sókna frá út­lend­ing­um sem komu til Íslands sem ferðamenn og höfðu með sér ösku lát­inna ást­vina. Kór­ónu­veir­an hef­ur því spilað sitt hlut­verk í fækk­un­inni. 

Fólk átt­ar sig illa á staðhátt­um

Hall­dór Þorm­ar kveðst hafa fundið fyr­ir aukn­um áhuga á dreif­ingu ösku hér á landi árið 2017 og áhug­inn hafi auk­ist til muna 2019. Oft­ast er þetta fólk frá Banda­ríkj­un­um, Þýskalandi og Frakklandi. Eitt­hvað er þó um Íslend­inga sem hafa verið bú­sett­ir er­lend­is.

Hann seg­ir að í fæst­um til­fell­um séu þetta út­lend­ing­ar sem hafa áður komið til lands­ins. Fólkið átti sig illa á staðhátt­um hér og þeim regl­um sem eru í gildi um dreif­ingu ösku, Henni má til að mynda ekki dreifa í þétt­býli en það má dreifa henni í óbyggðum fjalla eða í sjó með leyfi sýslu­manns.

Norræna húsið.
Nor­ræna húsið.

„Fólk átt­ar sig ekki á því að Ísland er óbyggt að mestu leyti nema við strönd­ina,“ seg­ir Hall­dór og bæt­ir við að oft þurfi að út­skýra ým­is­legt í kring­um dreif­ingu ösku hér­lend­is en stund­um komi þó beiðnir sem hægt sé að samþykkja.

Hann nefn­ir dæmi um að fólk hafi ætlað að leigja báta til dreifa ösku úti á sjó. Eng­ar regl­ur eru um hversu langt þarf að fara frá landi til að dreifa ösk­unni.

Duftker.
Duft­ker. AFP

„Aðhlát­urs­efni í kvik­mynd­um“

Laga­frum­varp um breyt­ingu á lög­um um kirkju­g­arða, greftrun og lík­brennslu hef­ur verið lagt fram á Alþingi í þriðja sinn þar sem lagt er til aukið frjáls­ræði í dreif­ingu ösku hér á landi.

Í aðsendri grein stjórn­ar­manna í Kirkju­g­arðssam­bandi Íslands í Morg­un­blaðinu í morg­un kem­ur fram að nú­gild­andi lög feli í sér að bor­in sé virðing fyr­ir ösku lát­inna. Hætta sé á því að frjáls meðhöndl­un ösku eft­ir lík­brennslu geti haft öfug áhrif. „Nefna má dæmi frá Banda­ríkj­un­um þar sem slíkt frjáls­ræði er gert að aðhlát­urs­efni í kvik­mynd­um,“ seg­ir í grein­inni, en sam­bandið skrifaði fyr­ir ári síðan um­sögn vegna frum­varps­ins.

Halldór Þormar Halldórsson.
Hall­dór Þorm­ar Hall­dórs­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fram kem­ur í grein­inni að ekki verði held­ur séð að það stand­ist að meira frjáls­ræði sé í þess­um mál­um á Norður­lönd­un­um, líkt og kem­ur fram í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Lög­gjöf­in þar sé áþekk okk­ar. Auk þess benda þeir á að starfs­fólki kirkju­g­arða hafi ekki borist nein­ar kvart­an­ir vegna nú­ver­andi fyr­ir­komu­lags ösku­dreif­ing­ar.

Vill víkka regl­urn­ar

Að sögn Hall­dórs Þormars, sem sendi einnig inn um­sögn vegna frum­varps­ins fyr­ir hönd sýslu­manns, eru regl­urn­ar ólík­ar á milli landa varðandi dreif­ingu ösku og eru þær til að mynda mjög strang­ar í Þýskalandi en frjáls­lynd­ar í Banda­ríkj­un­um. „Það er mats­atriði hvað er rétt að gera í þessu. Per­sónu­lega finnst mér í lagi að víkka regl­urn­ar en ég vil ekki gefa þær frjáls­ar,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka