Breikka bundið slitlag á fimmtíu ára afmælinu

Tvöföldun á þjóðvegi 1 við Ingólfsfjall.
Tvöföldun á þjóðvegi 1 við Ingólfsfjall. mbl.is/Árni Sæberg

Unnið hefur verið af krafti við breikkun Suðurlandsvegar undanfarin ár og Alþingi hefur veitt umtalsverða fjármuni til þeirra verkefna. Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss standa nú yfir en Íslenskir aðalverktakar vinna verkið.

Í ár eru fimmtíu ár liðin síðan hægt varð að aka á bundnu slitlagi frá Reykjavík til Selfoss. Um var að ræða tvíbreiðan veg, alls 58,2 kílómetra, frá Lækjartorgi til Selfoss. Vegagerðin hófst 1966 og vegurinn vígður seint í nóvember 1972.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert