1.101 smit innanlands

43 liggja inni á Landspítala með Covid-19.
43 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

1.101 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur fram á covid.is, upplýsingavef almannavarna um heimsfaraldurinn. 

46 prósent smitaðra voru í sóttkví við greiningu. Fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi stendur nú í 4.042.

105 jákvæð sýni voru greind á landamærunum síðastliðinn sólarhring og er nýgengi smita við landamærin nú 480.

43 liggja inni á Landspítala með Covid-19, þar af sex á gjörgæslu, fjórir í öndunarvél.

Þá lést karlmaður á tíræðisaldri af völdum Covid-19  í gærkvöldi. 

Fréttin er í vinnslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert