Unnur Brá Konráðsdóttir og Steinar Ingi Kolbeins eru nýir aðstoðarmenn Guðlaugs Þór Þórðarsonar umhverfisráðherra. Þetta hefur mbl.is eftir öruggum heimildum.
Unnur Brá er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins, fyrrverandi blaðamaður mbl.is og varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.