Fjórtán sóttu um starf skrifstofustjóra

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Í gær var greint frá því að fjármála- og efnahagsráðherra hefði ákveðið að skipa Jökul Heiðdal Úlfsson í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins, sem fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild, en skipunin er til fimm ára. Ekki hafði áður verið birt hverjir umsækjendur voru og óskaði mbl.is eftir því að fá þann lista, en samtals bárust 17 umsóknir um embættið en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Svar barst frá ráðuneytinu í dag, en eftirtalin sóttu um stöðuna:

  • Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur
  • Bryndís Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður / eigandi
  • Bryndís Matthíasdóttir, rekstrarstjóri
  • Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri
  • Elín Hjálmsdóttir, mannauðsstjóri
  • Guðrún Sigurjónsdóttir, fjármála- og mannauðsstjóri
  • Ingibjörg Helga Halldórsdóttir, sérfræðingur
  • Ingunn Ólafsdóttir, mannauðsstjóri
  • Jökull Heiðdal Úlfsson, framkvæmdastjóri
  • Ólafur Arnar Þórðarson, starfsmannastjóri / sviðstjóri
  • Rakel Heiðmarsdóttir, ráðgjafi
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir, móttökuritari
  • Sigríður Lovísa Tómasdóttir, verkefnastjóri
  • Sigurlaug Ýr Gísladóttir, sérfræðingur

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun og er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild og er leiðandi við mótun mannauðs- og kjarastefnu fyrir ríkið og stofnanir þess og fylgir framkvæmd hennar eftir. Hlutverk KMR er að stuðla að framþróun í starfsumhverfi hjá ríkinu og að styrkja forsendur þess að veitt sé skilvirk og vönduð opinber þjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert