Nokkuð sátt með þátttöku í bólusetningum barna

Ragnheiður er sátt með vikuna.
Ragnheiður er sátt með vikuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta vika bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára er nú lokið. Einungis á eftir að bólusetja börn fædd árið 2016. Það verður gert í næstu viku.

Næstu vikur verður þó áfram opið hús í Laugardalshöllinni á milli 10-15 fyrir þá sem vilja koma og láta bólusetja sig.

Þetta seg­ir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, í samtali við mbl.is.

Hvert barn fékk góðan tíma

„Við erum ofsalega sátt eftir vikuna. Allir eru sammála um að það hafi gengið ótrúlega vel. Bæði var upplifnunin hjá börnunum eins og best verður á kosið, Þjóðleikhúsið kom þar inn með sterkan leik með ræningjunum, og svo gátum við gefið hverju og einu barni góðan tíma.“

Þá kveðst Ragnheiður vera nokkuð sátt með mæt­ing­ar­hlut­fallið.

„Við erum nokkuð sátt með fjöldann. Þátttakan var frekar mismunandi eftir dögum en í heildina var hún um 60-70% hugsa ég.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert