Segir skýra lagaheimild fyrir bólusetningarskyldu

Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Hanna …
Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru gestir á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Samsett mynd

Mar­grét Ein­ars­dótt­ir pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, seg­ir skýra laga­lega heim­ild fyr­ir bólu­setn­ing­ar­skyldu í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu en hún ásamt Hönnu Katrínu Friðriks­son, þing­flokks­for­manni Viðreisn­ar, voru gest­ir í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Mar­grét vitnaði í sátt­mál­ann og nefndi dæmi úr ann­arri og átt­undu grein hans.

Í ann­arri grein sé fjallað um já­kvæðar skyld­ur rík­is til að standa vörð um líf al­menn­ings og átt­unda grein snúi að skyld­um rík­is þegar komi að heilsu al­menn­ings.

„Hluti af þess­ari skyldu fel­ur í sér að stjórn­völd þurfa að grípa til ráðstaf­ana til að vernda al­menn­ing, meðal ann­ars gegn hættu­leg­um smit­sjúk­dóm­um,“ sagði Mar­grét en frá og með 1. fe­brú­ar verður bólu­setn­ing­ar­skylda í Aust­ur­ríki, sem dæmi.

Rík laga­for­dæmi

Auk þess sé fjöldi laga­for­dæma sem staðfesta þá skyldu. Ný­legt dæmi sé frá Tékklandi í apríl á síðasta ári. Sá dóm­ur hafi verið kveðinn upp í yf­ir­deild MDE, þar sem 17 dóm­ar­ar sitja. Hann hafi því ríkt for­dæm­is­gildi.

„Ef að for­eldr­ar láta ekki bólu­setja börn sín [í Tékklandi] þá eru þau sektuð og eins þá er börn­un­um synjað um aðgang að leik­skóla,“ nefndi Mar­grét um bólu­setn­ing­ar­skyldu fyr­ir öðru en Covid-19.
Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild HR.
Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, pró­fess­or við laga­deild HR. Ljós­mynd/​Há­skóli Íslands

For­eldr­ar barns þar í landi hafi talið bólu­setn­ing­ar­skyld­una brjóta í bága við rétt­indi sín um friðhelgi einka­lífs og leitað rétt­ar síns.

„En Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taldi að þetta stæðist vegna þess að í ann­arri máls­grein af ákvæðinu þá eru und­anþágur, það er að ríkj­um sé heim­ilt að grípa til tak­mark­ana á friðhelgi einka­lífs sé það nauðsyn­legt heilsu al­menn­ings og al­manna­heill.

Þannig að það má leiða að því lík­um að hann ætti einnig við um Covid.“

Heilsu­far, inn­flytj­end­ur og tor­tryggni

Hanna Katrín sagði stöðuna hér á landi ólíka öðrum ríkj­um Evr­ópu sem séu að taka upp bólu­setn­ing­ar­skyldu.

„Við erum í þeirri stöðu, kannski ólíkt mörg­um öðrum þar sem yf­ir­völd hafa gengið hvað lengst, að hér er fólk mjög opið fyr­ir bólu­setn­ing­um,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að það væri því mjög ólík­legt að slík­ar dra­stísk­ar aðgerðir færu fram hér á landi.

Þeir sem óbólu­sett­ir eru hér á landi væri að mestu leyti fólk sem ekki get­ur fengið bólu­setn­ingu af heilsu­fars­leg­um ástæðum, inn­flytj­end­ur sem stjórn­völd hafa ekki náð vel til og loks hóp­ur fólks sem vill hana ekki af öðrum ástæðum sem ekki eiga við vís­inda­leg­an grunn að styðjast.

Það hlut­fall sé ekki hátt og við hefðum því meira svig­rúm til þess að taka sam­talið með óbólu­sett­um áður en gripið yrði til skyldu.

Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriks­son, formaður þing­flokks Viðreisn­ar.

Kæmi á óvart stand­ist skyld­an ekki

Mar­grét tók í svipaðan streng og sagði svig­rúmið minna í öðrum lönd­um.

Þar standi þau frammi fyr­ir út­göngu­banni ann­ars veg­ar og bólu­setn­ing­ar­skyldu hins veg­ar.

„Í Aust­ur­ríki er bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið und­ir 70 pró­sent. Við sjá­um að ef óbólu­sett­ir tólf ára og eldri eru und­ir tíu pró­sent og við erum enn með 40 pró­sent af öll­um sjúk­ling­um á Land­spít­al­an­um óbólu­sett­ir þá get­um við rétt ímyndað okk­ur álagið á heil­brigðis­kerfið ef að þú ert með yfir 30 pró­sent óbólu­setta.“

Aust­ur­rísk stjórn­völd séu því lík­leg­ast með hald­bær rök, komi til dóms­mála.

„Það kæmi mér veru­lega á óvart í ljósi dóma­for­dóma, að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn myndi ekki fall­ast á slík rök,“ sagði Mar­grét.

Stíga skuli var­lega til jarðar

Hanna Katrín sagðist ekki þeirr­ar skoðunar að grípa skyldi til bólu­setn­ing­ar­skyldu og sagði mik­il­vægt stíga var­lega til jarðar varðandi tak­mark­an­ir á óbólu­sett­um.

„Þegar kem­ur að virki­legu inn­gripi í dag­legt líf fólks þá þarf að huga mjög var­lega að því, af því þar er virki­lega grátt svæði hvenær við erum kom­in yfir í skyld­una.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka