Staðan að breytast að mati Runólfs

Farsóttarnefnd rýnir nú í gögn og vera kann að staðan …
Farsóttarnefnd rýnir nú í gögn og vera kann að staðan fari að breytast að mati Runólfs. mbl.is/Jón Pétur

„Við erum á þeim stað núna að það eru að verða ákveðnar breyt­ing­ar,“ seg­ir Run­ólf­ur Páls­son fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs og yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans.

Far­sótt­ar­nefnd rýn­ir nú í nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem ber­ast óðum um stöðu far­ald­urs­ins og er nú verið að skoða stöðu mála inn­an spít­al­ans en sótt­varna­lækn­ir met­ur nú for­send­ur fyr­ir aflétt­ing­um aðgerða. Taka þarf af­stöðu til ým­issa gagna, þar á meðal áhrif far­ald­urs­ins á mis­mun­andi ald­urs­hópa, að sögn Run­ólfs.

Staðan á Íslandi ein­stak­lega góð hvað varðar bólu­setn­ing­ar­stöðu viðkvæmra

„Álagið á spít­al­an­um er ekki ein­ung­is vegna veik­inda. Það er líka vegna brott­falls á starfs­fólki sem smit­ast og leiðir til mann­eklu,“ seg­ir hann. 

Staðan á Íslandi sé framúrsk­ar­andi hvað varðar bólu­setn­ing­ar­stöðu viðkvæmra hópa en flest­ir áhættu­hóp­ar séu bún­ir að fá örvun­ar­skammt. „Og það skil­ar miklu, vernd­ar enn fólk enn bet­ur en þessi venju­lega bólu­setn­ing,“ seg­ir hann.

Maður hef­ur heyrt að and­lát þeirra sem eru sýkt­ir af Covid-19 séu ávallt skráð sem Covid-and­lát, jafn­vel þótt ann­ar sjúk­dóm­ur gæti hafa valdið and­lát­inu. Er verið að skoða þetta?

„Já, þessi umræða hef­ur komið upp og ekki bara hér á landi. Þetta er eitt­hvað sem far­sótt­ar­nefnd er að skoða.“

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans.
Run­ólf­ur Páls­son, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs og yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans. Hrafn­hild­ur Linn­et Run­ólfs­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert