Tími til að líta á Covid-19 sem inflúensu?

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/​Hari

Í liðinni viku lýstu for­sæt­is- og heil­brigðisráðherr­ar Spán­ar því yfir að nú væri kom­inn sá tími að rétt væri að nálg­ast heims­far­ald­ur Covid-19 sem hverja aðra in­flú­ensu. Ný nálg­un væri nauðsyn­leg þar sem eig­in­leg­um heims­far­aldri væri lokið í ljósi þess að hið svo­kallaða ómíkron-af­brigði veirunn­ar væri mun mild­ara en þau fyrri.

Þannig hófst ræða Bergþórs Ólason­ar, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi þar sem hann spurði heil­brigðisráðherra út í frétt­ir frá Spáni og sömu­leiðis efa­semd­ir Ragn­ars Freys Ingvars­son­ar lækn­is og fyrr­ver­andi yf­ir­manns Covid-göngu­deild­ar, sem sagði Íslend­inga skima allt of marga við veirunni.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra sagðist fagna ólík­um sjón­ar­miðum í umræðuna en sagði PCR-próf­in, þar sem skimað er fyr­ir veirunni, hafa reynst mik­il­væg­ur liður í sótt­varn­aráðstöf­un­um. 

Þegar við ber­um okk­ur sam­an við aðrar þjóðir verðum við að taka inn í mynd­ina að við erum á ólík­um stað í bylgj­unni, ef við tök­um til að mynda Spán. Við erum mjög dug­leg, í sam­ráði við sótt­varna­yf­ir­völd, sótt­varna­lækni, að skoða hvað er að ger­ast ann­ars staðar,“ sagði Will­um.

Metið út frá til­efni og nauðsyn

Bergþór spurði ráðherra enn frem­ur hvaða rann­sókn hann hefði innt af hendi þegar komi að íþyngj­andi ákvörðun um rétt­indi og skyld­ur fólks í nafni sótt­varna.

„Til að kjarna það hver staðan er þá er það þannig, á tíma­bil­inu 5.–12. janú­ar þegar við kynn­um þess­ar nýj­ustu til­lög­ur og regl­ur, að það koma þrjú minn­is­blöð frá sótt­varna­lækni sem taka breyt­ing­um eft­ir því sem líður á og við verðum ávallt að meta þetta. Þar voru þrjár til­lög­ur; óbreytt, herða tak­mark­an­ir eða jafn­vel í tak­markaðan tíma að fara í lok­an­ir. Þá met­um við þetta út frá til­efni og nauðsyn, meðal­hófi og jafn­ræði,“ út­skýrði Will­um og hélt áfram:

„Það er alltaf það sem okk­ur ber skylda til að gera. En frum­skyld­an verður alltaf sú sama, og við meg­um ekki láta regl­urn­ar verða yf­ir­sterk­ari mark­miðunum að því leyti, þ.e. að verja líf og heilsu og sjá til þess að heil­brigðis­kerfið sé hvern dag í stakk búið til að tak­ast á við ástandið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert