Sjálfstæðismaður gagnrýnir ríkisstjórnina

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég verð að segja og get tekið undir það að ríkisstjórnin hefur að mörgu leyti brugðist gagnvart því að hafa umræðuna meira um afleiðingarnar af takmörkunum, hvernig á að bregðast við,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

Vilhjálmur sagði að þingmenn yrðu að þora að taka umræðuna frá mörgum sjónarhornum en eftir bráðlega tveggja ára heimsfaraldur kórónuveiru finnst honum umræðan einskorðast við sóttvarnasjónarmið.

„Maður finnur það bara almennt í samfélaginu að það er svolítið verið að stíga inn á hættulega braut með því að fara að gagnrýna eitthvað, að spyrja spurninga. En við verðum, við verðum bara að taka þessa umræðu,“ sagði Vilhjálmur.

Þingmaðurinn sagði að það þyrfti að ræða eftirköst allra aðgerða vegna veirunnar.

Af því að umræðan snýst svolítið mikið um atvinnurekendur og hvernig við eigum að halda atvinnulífinu gangandi — jú, til að fólk haldi störfunum? Það er nefnilega málið. Það er töluvert af fólki sem er þá kannski frekar á lágum launum sem hefur fallið úr starfi og þarf virknistuðning til að komast aftur til starfa en hefur kannski bara verið með 70–80% laun síðustu tvö árin og hafði þó ekki miklar tekjur fyrir. Hvaða félagsleg og andleg áhrif hefur þetta og hvernig ætlum við að takast á við þetta?“ spurði Vilhjálmur og hélt áfram:

„Er betra að nota fjármunina í að byggja upp heilbrigðiskerfið, í geðheilbrigðismálum, annað en að nota þá í þessar víðtæku skimanir? Við þurfum að þora að taka þessa umræðu, fjölmiðlar, alþingismenn og samfélagið allt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert