Bólusetningarskírteini verði tekin upp

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.

Fram­kvæmda­stjór­ar Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar telja að taka eigi upp bólu­setn­ing­ar­skír­teini til að hægt sé að rýmka tak­mark­an­ir vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Það eru mót­mæli upp á hvern ein­asta dag í Frakklandi. Stjórn­völd þar meta það þó svo, út frá heild­ar­hags­mun­um sam­fé­lags­ins, að rétt­læt­an­legt sé að mis­muna við þess­ar kring­um­stæður til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi,“ seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, við Frétta­blaðið.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir eðli­legt að skoða alla kosti og að þetta sé leiðin sem er notuð í mörg­um lönd­um í kring. Skír­teini af þess­um toga séu samt ekki óum­deild þar sem þau mis­muni fólki. Það sé samt þegar gert, til dæm­is á landa­mær­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert