Einn var hlaupinn í Laugar

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er alltaf einn og einn,“ segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, um fólk sem reyni að ganga í gegnum Höllina án þess að fá bólusetningu, til að fá bólusetningapassa.

„Þetta er ekki liðið, þannig að lögregla, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfræðingar eru allir mjög vel vakandi ef einhver hegðar sér grunsamlega, að okkar mati, þá höfum við auga með viðkomandi,“ segir Ragnheiður og bætir við að það sé gert til að sá fái ekki bólusetningapassa út á bólusetningu sem engin varð.

Ekki í boði að svindla á kerfinu

Hún segir fólk að sjálfsögðu ekki þvingað til bólusetningar en það sé krafið um upplýsingar svo skráning um bólusetningu sé bakfærð.

„Fólki er alveg frjálst að hafna bólusetningu og það verður hver og einn að eiga það við sig. Ekki svindla á kerfinu, það er ekki í boði,“ segir Ragnheiður.

Einn var gripinn við World Class í Laugum en tæpur …
Einn var gripinn við World Class í Laugum en tæpur kílómetri er frá Laugardalshöll að líkamsræktarstöðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæmi eru um að starfsfólk í Laugardalshöll hafi hlaupið fólk uppi sem skaust í gegn án sprautunnar. „Einn var kominn niður að World Class í Laugum þegar hann var gripinn,“ segir Ragnheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert