Sigur Íslands á Frökkum í kvöld hefur sannarlega glatt þjóðina og margir lagt orð í belg um leikinn og liðið á Twitter.
Smitaðir liðsmenn voru greinilega að fylgjast með og eru manna ánægðastir með frammistöðuna:
Þetta er það ruglaðasta sem èg hef sèð…. A star is born #Viktor #Gísli #Hallgrímsson 👏🇮🇸🇫🇷 #EM22
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 22, 2022
Orðlaus!! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) January 22, 2022
Albert Ingason og Hrafnkell Freyr Ágústsson, sparkspekingar í hlaðvarpinu Dr. Football, hafa áhyggjur af því að Ómar Ingi Magnússon smitist fyrir næsta leik:
Ómar Ingi milli leikja Takk. pic.twitter.com/7c22k9PyMm
— Albert Ingason. (@Snjalli) January 22, 2022
Góða daginn @HSI_Iceland bókið AirBnb íbúð fyrir Ómar Inga og geymið hann þar milli leikja, fær enginn að koma inn.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) January 22, 2022
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið gæsahúð yfir leiknum.
Vá Ísland 😍😍 gæsahúð🥺🇮🇸🇮🇸👏🏻👏🏻
— Sara Björk (@sarabjork18) January 22, 2022
Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem hefur sömuleiðis átt stórleiki á milli stanga íslenska landsliðsins, virðist hafa verið hrifinn af frammistöðu strákanna:
VÁ! 🤩🙌🇮🇸
— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) January 22, 2022
Íþróttafréttamaðurinn Gaupi sparar ekki stóru orðin um liðið en hann hefur fylgst með landsliðinu í rúma hálfa öld:
Hef aldrei séð annað eins og hjá þessu íslenska liði. Þessi frammistaða fer í sögubækurnar.Hef verið vakinn og sofinn yfir handboltanum síðan Ísland vann Danmörk , 15 - 10, í Laugardalshöll 1968. Vá drengir. Vá segi ég enn og aftur. Gargandi snilld já gargandi. Ísland.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 22, 2022
Gummi Ben rekur ótrúlega sögu Viggó Kristjánssonar, sem skoraði níu mörk í kvöld, og tímabundinn feril hans sem fótboltamanns.
Viggó var hættur í handbolta 2013.
— Gummi Ben (@GummiBen) January 22, 2022
Spilaði 12 leiki í Pepsí deildinni með Blikum það sumar. Hætti svo í fótbolta og fór aftur í handboltann og er bara atvinnumaður ásamt því að vera að fífla Frakka í þessu leik.
Ólafur Kristjánsson þjálfari minnir þá á að það var einmitt Gummi sjálfur sem hafði ráðið Viggó heilt og hvatt hann til þess að leggja handboltann fyrir sig:
Magnað afrek og hann var fínasti fótboltamaður
— OliK (@OKristjans) January 22, 2022
Þú tókst hann á eintal og ráðlagðir honum að prófa handboltann aftur…. Var það ekki😉? Takk GB