Enn ein veðurviðvörunin

Það mun blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu.
Það mun blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á morgun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Viðvörun tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið á Suðurlandi, 12 á hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Breiðafirði og klukkan 18.00 á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðvestan og vestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og rigningu. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Búast má við svipuðum vindhraða í öðrum landshlutum þar sem viðvaranir eru í gildi og varasamt verður fyrir vegfarendur með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Samgöngutakmarkanir eru einnig líklegar.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert