Senda ekki boð í örvunarskammt

Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í …
Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fjórum mánuðum eftir örvunarskammtinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ekki bíða eftir boði,“ segir í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en nú mega allir sem náð hafa 16 ára aldri koma í örvunarbólusetningu, hafi að minnsta kosti fjórir mánuðir liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Ekki verða send út boð í bólusetningu eins og áður hefur tíðkast, heldur geta einstaklingar mætt í Laugardalshöll og gefið upp kennitölu.

Á boðstólum eru bóluefnin Pfizer og Moderna. Mælt er með bóluefni Pfizer fyrir karlmenn 39 ára og yngri, og börn á aldrinum 16 til 18 ára mega eingöngu fá Pfizer. Börn á aldrinum 12 til 15 ára geta ekki fengið örvunarbólusetningu.

Þeir sem ekki eru með íslenska kennitölu þurfa að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þeir mæta. 

Þeir sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni þurfa að kynna sér samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um Covid-19 á vefsíðu landlæknis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert