Vottorð fyrir grunnbólusetningu aðeins tekin gild í um 9 mánuði

AFP

Frá og með 1. fe­brú­ar 2022 verða vott­orð fyr­ir grunn­bólu­setn­ingu, þ.e. tvær bólu­setn­ing­ar eða eina með Jans­sen, aðeins tek­in gild á landa­mær­um Íslands og annarra EES landa, í 270 daga eða í um 9 mánuði og eru dag­ar tald­ir frá seinni bólu­setn­ing­unni.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá heil­brigðisráðuneyt­inu. 

Fram kem­ur, að bólu­setn­ing­ar­vott­orð vegna Covid-19 séu sér­stak­lega mik­il­væg fyr­ir þá ein­stak­linga sem ferðast til annarra landa.

Fram að þessu hafi á landa­mær­um Íslands, og annarra landa inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES), ekki verið gerð krafa um gild­is­tíma  bólu­setn­ing­ar­vott­orða.

„Frá og með 1. fe­brú­ar 2022 verða vott­orð fyr­ir grunn­bólu­setn­ingu, þ.e. tvær bólu­setn­ing­ar eða eina með Jans­sen, aðeins tek­in gild á landa­mær­um Íslands og annarra EES landa, í 270 daga eða í um 9 mánuði og eru dag­ar tald­ir frá seinni bólu­setn­ing­unni. Þetta þýðir að bólu­setn­ing­ar­vott­orð þess ein­stak­lings sem lauk grunn­bólu­setn­ingu 15. júní 2021 fell­ur úr gildi 12. mars næst­kom­andi.

Um leið og farið er í 3. bólu­setn­ingu, eða 2. bólu­setn­ingu á eft­ir Jans­sen, gild­ir of­an­greind tak­mörk­un ekki og bólu­setn­ing­ar­vott­orð viðkom­andi vegna Covid-19 telst gilt ótíma­bundið á landa­mær­um inn­an EES.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert