Segir frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns

Maðurinn er fjallaleiðsögumaður. Mynd úr safni.
Maðurinn er fjallaleiðsögumaður. Mynd úr safni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Í tvö ár var ég í of­beld­is­sam­bandi með manni sem um þess­ar mund­ir fer mikið fyr­ir í fjalla­heim­in­um. Ég var beitt miklu and­legu of­beldi sem einnig var á tím­um lík­am­legt og kyn­ferðis­legt.“ Þetta kem­ur fram í face­book­færslu konu í hópn­um Fjalla­stelp­ur þar sem hún lýs­ir of­beldi af hendi fjalla­leiðsögu­manns, Tom­asz­ar Þórs Veru­son­ar.

Fjöldi fyr­ir­tækja hef­ur dregið sam­starf við mann­inn til baka eft­ir að kon­an sagði frá reynslu sinni.

Meðal fyr­ir­tækja sem slíta sam­starfi við Tom­asz er GG-sport, að því er fram kem­ur í face­book­færslu fyr­ir­tæk­is­ins.

Kon­an gaf mbl.is leyfi til að vísa í frá­sögn henn­ar.

Hún lýsti því að Tóm­asz hefði nálg­ast hana þegar hún var kúnni hjá hon­um í fjalla­verk­efni, að hann hefði beitt hana of­beldi og ít­rekað hótað að svipta sig lífi.

Hún lýs­ir tím­an­um sem þeim erfiðasta og myrk­asta í lífi sínu.

Ótt­ast ör­yggi sitt

„Ég og aðrar kon­ur (við erum fleiri en ein, tvær og þrjár) höf­um síðustu ár þurft að horfa upp á of­beld­is­mann okk­ar taka ít­rekað fyr­ir ný fórn­ar­lömb ásamt því að sjá bæði and­lit hans og nafn prýða hina ýmsu miðla og koma fram í aug­lýs­ing­um,“ skrif­ar kon­an.

Hún seg­ir slíkt eðli­lega vekja slæm­ar til­finn­ing­ar og í henn­ar til­felli áfall­a­streitu. Einnig hafi hún ótt­ast um ör­yggi sitt og fjöl­skyldu og vina og því kosið að segja sögu sína á ann­an hátt en op­in­ber­lega.

Tómasz Þór Veruson.
Tóm­asz Þór Veru­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir tveggja ára sam­band komst kon­an að því að Tóm­asz hafði verið í ástar­sam­bandi með ann­arri stelpu úr sama fjalla­hópi og þeim þar sem þau höfðu kynnst. Þegar hún loks náði að losa sig úr sam­band­inu komst hún að því að tal­an var tölu­vert hærri og einnig komu fleiri í kjöl­far henn­ar.

Sakaði hana um fram­hjáld og vændi

Fljót­lega í sam­band­inu fór hann að saka hana ít­rekað um fram­hjá­hald og vændi og hótaði að svipta sig lífi ef hún gerði ekki ná­kvæm­lega það sem hann vildi. Hún seg­ir hann hafa notað þá tækni oft, sér­stak­lega ef hún var að fara að um­gang­ast annað fólk:

„Hann vildi stjórna ná­kvæm­lega hver var í mínu lífi og hvar ég var. Helst átti ég ekki að um­gang­ast neinn nema hann. Sú var oft raun­in þar sem ég ein­angraðist mikið á tíma­bili og hætti að hitta ákveðna vini af ótta við hans viðbrögð. Mér fannst ég vera að gera eitt­hvað rangt ef ég hitti góða vini mína sem hann kunni ekki við,“ skrif­ar kon­an.

Hann stjórnaði sam­fé­lags­miðlanotk­un kon­unn­ar, sem leið alltaf eins og hann væri að fylgj­ast með sér, öll­um stund­um. Hún mátti ekki birta mynd­ir af hon­um á sam­fé­lags­miðlum en eft­ir eins og hálfs árs sam­band birti hún mynd á In­sta­gram þar sem sást í hann í bak­grunni.

„Hann hótaði að drepa sig ef ég myndi ekki taka þetta strax út,“ skrif­ar kon­an og held­ur áfram: „Ég held að ég hafi á þess­um tíma sett mynd­ina inn til að kom­ast nær sann­leik­an­um, vildi fá viðbrögð ef það væru fleiri kon­ur sem hann væri að sækja í.“

Marga mánuði að koma sér út úr víta­hringn­um

Kon­an lýs­ir því að hún hafi verið í marga mánuði að koma sér út úr víta­hringn­um og hætta með hon­um. Eitt skiptið eft­ir að hún hætti með hon­um sat hann fyr­ir utan íbúð henn­ar og beið eft­ir að hún kæmi heim.

„Hann kom á eft­ir mér og rudd­ist inn til mín þegar ég opnaði úti­dyrn­ar. Hann gekk það harka­lega í skrokk á mér að önn­ur hlið lík­ama míns varð blá og mar­in. Þarna var ég um 48 kg og ég tók á öllu mínu til að verj­ast hon­um, tveggja metra háum manni í miklu upp­námi. Íbúðin var einnig illa leik­in og braut hann m.a. sófa, mynd­ir og tók sím­ann minn. Hann seg­ir svo við mig að næst­ur á dag­skrá sé góður vin­ur minn,“ skrif­ar hún.

Hann fór og sagðist ætla að svipta sig lífi. Kon­an hringdi í lög­reglu um leið og bað um að hans yrði leitað og haft var uppi á hon­um stuttu síðar þar sem hann var í góðum gír og ekk­ert virt­ist að.

„Á þess­um tíma, eft­ir marga mánuði af miklu and­legu of­beldi, var ég viss um að ég hefði drepið hann. Að það væri mín sök að hon­um liði svona illa og að hann vildi drepa sig. Í dag veit ég að hann hafði auðvitað aldrei hug á því að standa við þær hót­an­ir held­ur notaði þetta sem stjórn­tæki þegar ég hagaði mér ekki eins og ég „átti að gera“ eða þegar ég gekk á hann með aðrar kon­ur.“

Eft­ir að sam­band­inu lauk hafi kon­an áttað sig á því að um of­beld­is­sam­band var að ræða. Þá seg­ir hún mann­inn einnig hafa neytt sig til að gera kyn­ferðis­lega hluti með hon­um sem hana langaði ekki að gera.

„Það hef­ur valdið mér mik­illi van­líðan að sjá and­lit hans og nafn poppa upp og ég veit að ég er ekki eina kon­an um að upp­lifa það,“ skrif­ar kon­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert