1.567 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og hafa þau aldri verið fleiri á einum degi. 59% voru í sóttkví við greiningu. 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er nú 4.968 og hefur það hækkað síðan á þriðjudag þegar nýgengið var 4.883.
Þetta er nýtt met í fjölda smita, en áður hafði mest greinst 1.558 smit á einum degi. Var það á mánudaginn í þessari viku.
4.865 einkennasýni voru greind í gær og 2.199 sóttkvíarsýni.
11.593 eru í einangrun.
Í 1.160 tilvikum hefur fólk smitast aftur eftir að hafa áður sýkst.
43 smit greindust við landamærin en 593 sýni voru greind þar. Nýgengið á landamærunum hækkaði á milli daga en það var 327 á þriðjudag og 593 í gær.
33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír þeirra eru á gjörgæslu og tveir af þeim í öndunarvél. Kona á níræðisaldri lést af völdum Covid-19 í gær, að því er fram kemur á vefsíðu Landspítala.