Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett fram tillögu til þingsályktunar um að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX, fyrrverandi Danakonungs, af burst á þaki Alþingishússins og setja þess í stað viðeigandi merkingar íslenskrar þjóðar og þings.
Þetta er ekki grín. Fer vonandi beint á dagskrá í fyrramálið. #emruv pic.twitter.com/pqDPSccb1R
— Píratar (@PiratarXP) January 26, 2022
„Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í greinargerð með tillögu Björns Levís.
Tímasetning þingsályktunartillögu Björns Levís kann sumum að þykja athygliverð því Danir ollu mörgum Íslendingum vonbrigðum þegar þeir töpuðu leik gegn Frökkum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Búdapest í gær.
Lýstu netverjar margir hverjir yfir vonbrigðum sínum með frammistöðu Dananna, enda hefðu Íslendingar komist í undanúrslit keppninnar ef Danir hefðu farið með sigur af hólmi í leiknum gegn Frökkum.