Hanna Björg biðst afsökunar á framkomu sinni

Hanna Björg og Sigga Dögg í Kastljósi í gær.
Hanna Björg og Sigga Dögg í Kastljósi í gær. Skjáskot/Ríkisútvarpið

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir kynja­fræðikenn­ari, sem gagn­rýnt hef­ur Sig­ríði Dögg Arn­ar­dótt­ur kyn­fræðing fyr­ir störf henn­ar á sviði kyn­fræðslu, hef­ur beðist af­sök­un­ar á fram­komu sinni í Kast­ljósi í gær.

Birt­ir hún af­sök­un­ar­beiðni þessa efn­is á Twitter en hún mætti Siggu Dögg í Kast­ljósi þar sem ræða átti hvernig standa skuli að kyn­fræðslu í skól­um.

Hanna Björg hef­ur verið gagn­rýnd harðlega á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far þátt­ar­ins og hafa marg­ir lýst furðu sinni á mál­flutn­ingi henn­ar og fram­komu.

„Virkaði“ hroka­full og dóna­leg

Hanna Björg seg­ist al­gjör­lega miður sín eft­ir þátt gær­kvölds­ins.

„Frammistaða mín var ekki góð – ég virkaði hroka­full og dóna­leg, ég axla fulla ábyrgð á því,“ skrif­ar hún.

„Mér finnst öm­ur­legt að hafa dottið í þenn­an pytt – og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með af­sök­un­ar í allri ein­lægni.“

Seg­ist standa við gagn­rýn­ina

Hún tek­ur fram að sér finn­ist Sigga Dögg hafa gert frá­bæra hluti, sett mál á dag­skrá og komið með nýj­an tón í kyn­fræðslu sem hún kunni að meta.

Gagn­rýni henn­ar hafi snú­ist um það sem hún kall­ar viðhorf Siggu Dagg­ar til kláms og kyrk­inga í kyn­fræðslu.

„Við þessa gagn­rýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gær­kvöldi hafi kæft mál­efna­lega umræðu um kyn­fræðslu – mik­il­væg sem hún er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka