Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Listi Efl­ing­ar­fé­laga und­ir nafn­inu Bar­áttulist­inn hef­ur til­kynnt kjör­stjórn Efl­ing­ar - stétt­ar­fé­lags um fram­boð til stjórn­ar og for­manns fé­lags­ins. For­manns­fram­bjóðandi Bar­áttulist­ans er Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Efl­ing­ar.

„Það sem sam­ein­ar okk­ur meira en nokkuð annað er trú­in á að um­bylta fé­lag­inu og gera Efl­ingu að öfl­ugu vopni í kjara­bar­áttu lág­launa­fólks.,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu. 

„Breyt­ing­ar í fé­lag­inu okk­ar á síðustu árum hafa gefið okk­ur von og sann­fær­ingu um að þetta sé hægt. Skipu­lögð og ein­beitt bar­átta skil­ar ár­angri. Við vilj­um byggja á þeim grunni og þess vegna vilj­um við starfa í stjórn Efl­ing­ar und­ir for­mennsku Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur.“

Fram kem­ur að all­ir fram­bjóðend­ur Bar­áttulist­ans hafi ára­langa reynslu af störf­um verka­fólks á ís­lensk­um vinnu­markaði og af trúnaðar­störf­um inn­an Efl­ing­ar.

Kosn­ing­ar á meðal fé­lags­manna Efl­ing­ar fara fram 15. fe­brú­ar. 

Sól­veig sagði af sér sem formaður Efl­ing­ar á síðasta ári.

Í síðustu viku samþykkti trúnaðarráð Efl­ing­ar til­lögu upp­still­ing­ar­nefnd­ar um skip­un í trúnaðar­stöðurn­ar sem eru til kjörs í stjórn­ar­kjör­inu. Sam­kvæmt til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, nú­ver­andi vara­formaður, verði formaður.

Áður hafði Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, stjórn­ar­maður í Efl­ingu, til­kynnt fram­boð sitt til for­manns fé­lags­ins. 

Nú­ver­andi formaður Efl­ing­ar er Agnieszka Ewa Ziól­kowska, sem tók við eft­ir að Sól­veig Anna, sagði af sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka