Meðal hugmynda um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki að fresta því að taka bílpróf í þrjú ár gegn árskorti í Strætó.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu dag þar sem fjallað er um skýrsluna Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins sem lögð var fram á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um miðjan janúar. Skýrslan var unnin af ráðgjafastofunni Environice.
Þar segir enn fremur að þrengja þurfi að einkabílnum svo sem með aukinni gjaldtöku á bílastæðum og afnámi samgöngustyrkja fyrir jarðeldsneytisknúin ökutæki.
Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir því að þriðjungur unglinga taki tilboðinu og þannig sé komið í veg fyrir að 13 þúsund kílómetrar séu keyrðir.