Mótmælir því að veiran sé orðin hættulaus

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir kveðst ekki geta tjáð sig um laga­stoð sótt­varnaaðgerða þar sem hann skorti lög­fræðimennt­un. Hann mót­mæl­ir þó al­gjör­lega að kór­ónu­veir­an sé orðin hættu­laus enda hafi hún valdið víðtæk­um veik­ind­um í sam­fé­lag­inu og veru­legri trufl­un á starf­semi heil­brigðis­stofn­anna með til­heyr­andi skerðingu á þjón­ustu við sjúk­linga. 

Hann seg­ir ánægju­legt að Ómíkron-af­brigðið valdi væg­ari veik­ind­um en ekki sé hægt að líta fram hjá skaðlegu áhrif­um veirunn­ar. Hann kveðst þó ágæt­lega bjart­sýnn á framtíðina.

Í gær greind­ust 816 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands og á laug­ar­dag­inn greind­ust 890. Spurður út í lækk­un­ina seg­ir Þórólf­ur tvo þætti skipta máli, ann­ars veg­ar færri sýni yfir helg­ar, og hins veg­ar breytt fyr­ir­komu­lag á sótt­kví sem tók gildi fyr­ir helgi. Hafi því færri ein­kenna­litl­ir eða ein­kenna­laus­ir ein­stak­ling­ar greinst um helg­ina. 

Hafa dregið í efa laga­leg­ar for­send­ur

Á föstu­dag­inn kynnti rík­is­stjórn­in aflétt­ingaráætl­un þar sem horft verður til þess að aflétta öll­um sótt­varn­aráðstöf­un­um á sex til átta vik­um. Tók fyrsta aflétt­ing­in gildi á laug­ar­dag­inn. Ekki eru all­ir á sama máli um hvernig fara eigi að þessu og telja jafn­vel þörf sé á því að flýta aflétt­ing­un­um enn frek­ar.

Sig­ríður Á. And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafa dregið í efa laga­for­send­ur þeirra tak­mark­ana sem eru nú í gildi. 

Sig­ríður hef­ur sagt laga­for­send­urn­ar brostn­ar og hef­ur þá meðal ann­ars bent á að 12 gr. sótt­varna­laga kveði á um að ekki megi beita sótt­varn­aráðstöf­un­um nema brýn nauðsyn krefji til að vernd­ar heilsu og líf manna.

Diljá Mist tek­ur einnig í sama streng og bend­ir á að gjör­breytt­ar aðstæður séu í sam­fé­lag­inu og hafi því meðal ann­ars sér­fræðing­ar og heil­brigðis­starfs­menn dregið tak­mark­an­irn­ar í efa.

Sig­ríður hafi aldrei stutt sótt­varnaaðgerðir

„Ég er nú ekki lög­fræðing­ur þannig ég ætla kannski að fara var­lega í að tjá mig um laga­leg atriði en ég bendi nú á að Sig­ríður And­er­sen hef­ur ekki stutt - eða ég man nú ekki eft­ir því að hún hafi stutt þær aðgerðir sem hafa verið í gangi gegn Covid-19. Þannig það er kannski ekki nýtt. Það er annarra en mín að kveða á um laga­stoðina,“ seg­ir Þórólf­ur spurður út í gagn­rýni Sig­ríðar og Diljár. 

Hann bend­ir þó einnig á að þegar talað er um að sjúk­dóm­ur ógni al­manna­heill, og ógni lífi og heilsu, þá sé ekki bara átt við um hve al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur­inn sé. Aðrir þætt­ir skipti einnig máli, eins og til dæm­is í til­viki Covid-19 þar sem út­breidd veik­indi hafa valdið veru­legri trufl­un á starf­semi spít­al­ans þar sem um 220 starfs­menn eru nú frá vegna ein­angr­un­ar.

„Þetta hef­ur þýtt það að spít­al­inn hef­ur þurfti að leita til annarra heil­brigðis­stofn­anna fyr­ir vinnu­afl sem þýðir það að þjón­usta við aðra hef­ur minnkað. Það er búið að fresta val­kvæðum aðgerðum á spít­al­an­um um 50% frá því sem var. Það er mjög mikið álag út af veik­ind­um starfs­fólks á öðrum heil­brigðis­stofn­un­um og svo er bara mjög mikið álag á öðrum stofn­un­um sam­fé­lags­ins sem hef­ur orðið til þess að al­manna­varn­ir hafa þurft að lýsa yfir neyðarstigi.

Þetta svo sann­ar­lega ógn­ar líka heil­brigði og ör­yggi lands­manna þó það séu ekki jafn marg­ir að leggj­ast inn á gjör­gæslu, ég held að menn ættu líka að hafa það í huga. Á þeim grunni þá vilj­um við fara hægt í aflétt­ing­ar.“



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka