Orð Ragnars koma á óvart

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir af­stöðu fyrr­ver­andi yf­ir­manns Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala gagn­vart ástand­inu á spít­al­an­um koma sér á óvart. Hann seg­ir ekki nóg að ein­blína á inn­lagn­ir á gjör­gæslu þegar staða far­ald­urs­ins sé met­in og að taka þurfi mið af fleiri þátt­um, meðal ann­ars víðtækra veik­inda í sam­fé­lag­inu. 

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sér­fræðing­ur í lyf- og gigt­ar­lækn­ing­um og fyrr­ver­andi yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala, hef­ur kallað eft­ir umræðu um hvenær neyðarástandi verði af­lýst vegna veirunn­ar þar sem svo fáir séu að veikj­ast al­var­lega. 

Ekki hafi marg­ir þurft að leggj­ast inn á gjör­gæslu og á ein­hverj­um tíma­punkti þurfi að draga línu í sand­inn.

Í sam­tali við mbl.is vakti Ragn­ar jafn­framt at­hygli á því að spít­al­inn hafi verið við helj­arþröm svo árum skipt­ir. Hafi hann verið troðinn af sjúk­ling­um síðasta fimm og hálfa árið og neyðarástandið varað mun leng­ur en far­ald­ur veirunn­ar. 

Tel­ur hann að verið sé að nota spít­al­ann til að rétt­læta tak­mark­an­ir í sam­fé­lag­inu.

Komi á óvart að góður og gegn lækn­ir tjái sig svona

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þórólf­ur sögu Land­spít­ala ekki breyta því hvernig ástatt er fyr­ir hon­um í dag. 

„Staðan á Land­spít­ala er bara eins og hún er. Menn geta svo sem talað um af hverju það sé, hún er eins og hún er. For­ráðamenn spít­al­ans, for­stjór­ar, stjórn, far­sótt­ar­nefnd, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar og yf­ir­lækn­ir sýk­inga­varna­deild­ar hafa svo sann­ar­lega lýst yfir ástandi á spít­al­an­um og þess vegna kem­ur manni á óvart að Ragn­ar Freyr, sem góður og gegn lækn­ir á spít­al­an­um, skuli tjá sig með öðrum hætti,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Hann ít­rek­ar að fjöldi heil­brigðis­starfs­manna sé nú frá vegna veik­inda sem valdi veru­legri trufl­un á starf­semi spít­al­ans.

„Það er það sem er að valda þjón­ustu­bresti við mjög marga – sem er bara al­var­legt heilsu­fars­legt vanda­mál í sjálfu sér. Ragn­ar er ekki, heyr­ist mér, að tala mikið um það. Hann tal­ar bara um fjölda fárra sem þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu.“

Fólk stopp­ar stutt við á spít­ala

Þórólf­ur seg­ir það vissu­lega rétt að inn­lagn­ar­hlut­fallið sé ekki hátt en hann vek­ur at­hygli á að enn þurfi fimm til sex að leggj­ast inn á dag vegna veirunn­ar.

Aft­ur á móti sé út­skrift­ar­hlut­fallið svipað hátt, sem veld­ur því að fjöldi inn­lagðra breyt­ist lítið milli daga.

„Þannig fólk stopp­ar stutt við. Svo er nátt­úru­lega gríðarlegt álag líka á Covid-göngu­deild­ina þar sem þau eru að sjá kannski upp und­ir 20 manns á dag og forða þannig inn­lögn­um,“ seg­ir Þórólf­ur.

„Það er mjög þröngt að horfa bara á inn­lagn­ir núna og horfa bara á inn­lagn­ir á gjör­gæslu­deild­ina. Menn þurfa að horfa á stærri mynd­ina og sjá þessi víðtæku veik­indi í sam­fé­lag­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert