Hopp lagði Færeyjar

Hopp lagði Færeyjar í Eystri landsrétti Danmerkur í síðustu viku. …
Hopp lagði Færeyjar í Eystri landsrétti Danmerkur í síðustu viku. Hjólunum má ekki líkja við smámótorhjól, líkt og Akstovan taldi, og er Hopp því heimilt að hefja rekstur. Ljósmynd/Hopp

Eystri lands­rétt­ur í Dan­mörku hef­ur úr­sk­urðað að lög­regl­unni í Fær­eyj­um hafi ekki verið heim­ilt að leggja hald á fimm­tíu raf­skút­ur frá Hopp.

Ak­stov­an, sem svip­ar til Sam­göngu­stofu hér á landi, taldi að sömu regl­ur giltu um hjól­in og smá­mótor­hjól [e. pocket bikes], sem eru ólög­leg í Fær­eyj­um. Fékk Ak­stov­an lög­reglu til þess að leggja hald á hjól­in og læsa þau inni í kjall­ara. 

Eyþór Máni Stein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Hopp ehf., fagn­ar þess­ari niður­stöðu en seg­ir miður að hafa þurft að reka málið fyr­ir dóm­stól­um. „Við vilj­um ekki þurfa að fara í hart við yf­ir­völd, það er yf­ir­lýst stefna okk­ar að vinna með þeim,“ seg­ir hann. Málið hafi verið unnið í góðri sátt við borg­ar­yf­ir­völd í Þórs­höfn og hjól­in flutt inn lög­lega.

Fær­eysk­ir miðlar: „Davíð vann Golí­at“

Hopp mun þá á næst­unni hefja rekst­ur í Fær­eyj­um með vil­yrði yf­ir­valda aft­ur en að þessu sinni með Ak­stov­unni í liði. „Þá get­um við boðið Fær­ey­ing­um upp á um­hverf­i­s­vænni leið til þess að kom­ast um bæ­inn sinn held­ur en einka­bíl­inn,“ seg­ir Eyþór létt­ur.

Fær­eysk­ir miðlar hafa fylgst grannt með mál­inu og sló dag­blaðið Dimm­a­lætt­ing upp fyr­ir­sögn­inni „Davíð vann Golí­at: Hopp vann Þórs­höfn“. Vefút­gáf­an ræddi þá við Ebenezer Þór­ar­inn Ásgeir­son, sem taldi þetta stór­an dag og sig­ur­inn mik­il­væg­an.

Þá hef­ur miðill­inn sömu­leiðis rætt við lög­reglu­yf­ir­völd í Fær­eyj­um sem kveðast ætla að læra af dóm­in­um og læt­ur hjól­in fimm­tíu af hendi.

Akstovan taldi sömu reglur gilda um smámótorhjól og Hopphjólin. Áhugaverð …
Ak­stov­an taldi sömu regl­ur gilda um smá­mótor­hjól og Hopp­hjól­in. Áhuga­verð sam­lík­ing. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Borg­ar­yf­ir­völd ánægð að fá Hopp en Ak­stov­an síður

Eyþór seg­ir að málið hafi verið unnið í góðri sátt frá byrj­un.

„Við finn­um þarna aðila sem vill opna, sem sér­leyf­is­hafi í Fær­eyj­um. Hann fer í vinnu sem all­ir sér­leyf­is­haf­ar þurfa að fara í, þ.e. að tala við borg­ar­yf­ir­völd. Því okk­ar mark­mið sem rekstr­araðili er ekki að koma inn tíma­bundið með ein­hver hjól fyr­ir túrista held­ur vera virki­lega part­ur af sam­gönguflóru sveit­ar­fé­lags­ins,“ seg­ir Eyþór. Borg­ar­yf­ir­völd í Fær­eyj­um hafi verið ánægð með að fá Hopp, þó svo að ekki væri til staðar form­leg­ur lag­arammi um hjól­in.

„Nema hvað. Síðan þegar við opn­um kem­ur Ak­stov­an og ákveður að raf­hlaupa­hjól­in séu skil­greind sem eitt­hvað sem þau kalla pocket-bikes, sem er í raun lítið mótor­hjól sem er hannað til þess að vera keyrt á kapp­akst­urs­braut. En það stenst ekki skoðun vegna þess að hlaupa­hjól eru ekki hönnuð til þess að vera keyrð á kapp, þau fara ekki hraðar en 25 km/​klst og þau eru ekki lít­il og hættu­leg tæki,“ seg­ir Eyþór. Þessi sam­an­b­urður er ekki til marks um mikla virðingu fyr­ir raf­skút­un­um að mati blaðamanns.

Eyþór er ánægður með niðurstöðuna en segir miður að hafa …
Eyþór er ánægður með niður­stöðuna en seg­ir miður að hafa þurft að taka málið fyr­ir dóm. Ljós­mynd/​Hopp

Fær­eysk­ir dóm­stól­ar staðfestu eigna­upp­tök­una

„Við erum kom­in á þann stað að skatt­ur­inn er bú­inn að flokka þessi tæki og segja að þetta séu ekki smá­mótor­hjól, en þarna er bara ein­hver maður hjá Ak­stov­unni sem svona, gríp­ur inn í. Hann beit­ir valdi til þess að láta lög­regl­una taka hjól­in eigna­upp­töku án þess að kæra okk­ur því lög­regl­an vill ekki nota þenn­an laga­bók­staf til þess að leggja fram kæru seg­ir Eyþór.

Þá hófst mála­rekst­ur­inn fyr­ir fær­eysk­um dóm­stól­um, sem stóðu með Ak­stov­unni og töldu rétt­mætt að leggja hald á hjól­in. Málið náði alla leið til Dan­merk­ur og hnekkti eystri lands­rétt­ur niður­stöðunni.

„Þar vinn­um við málið mjög skýrt. Þau fara yfir öll rök­in og kom­ast að því að þetta hafi verið ólög­mæt eigna­upp­taka og Hopp má vera þarna með rekst­ur,“ seg­ir Eyþór. „Og það er planið.“

Hopp hefur vaxið hratt á stuttum tíma.
Hopp hef­ur vaxið hratt á stutt­um tíma. Ljós­mynd/​Hopp
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert