Brynjar býður sig fram

Brynjar Níelsson býður sig fram til forseta Bridgesambandsins.
Brynjar Níelsson býður sig fram til forseta Bridgesambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram til forseta Bridgesambandsins. Greint er frá þessu á Facebook-hópnum bridgespjallið.

Ársþing Bridgesambandsins verður haldið sunnudaginn 20. febrúar. Að venju verður þar kosinn nýr forseti ásamt stjórn. Eftirfarandi eru í framboði, en tekið er fram að opið sé fyrir framboð fram að þingi:

Til forseta:

Brynjar Níelsson

Til stjórnar:

Guðný Guðjónsdóttir

Hrannar Erlingsson

Gunnar Björn Helgason

Sigurður Páll Steindórsson

Gunnlaugur Karlsson

Dagbjört Hannesdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert