Tíu bólusettir á spítala vegna Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls liggja tíu bólu­sett­ir ein­stak­ling­ar inni á Land­spít­ala, sök­um veik­inda af völd­um Covid-19 sýk­ing­ar. Sjö þeirra hafa fengið örvun­ar­skammt af bólu­efni.

Níu til viðbót­ar liggja inni á spít­al­an­um vegna Covid-19, en þeir eru óbólu­sett­ir, eft­ir því sem ráða má af gögn­um frá Land­spít­al­an­um.

Helm­ing­ur ekki bólu­sett­ur

Þannig hef­ur um helm­ing­ur sjúk­linga, sem eru á spít­al­an­um vegna sjúk­dóms­ins, ekki verið bólu­sett­ur.

Til sam­an­b­urðar hafa um 80% lands­manna, 5 ára og eldri, verið bólu­sett.

Til viðbót­ar við þessa nítj­án liggja sjö á spít­al­an­um með kór­ónu­veiru­smit. Fimm þeirra liggja ekki inni á spít­al­an­um vegna smits­ins bein­lín­is, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­ala.

Spít­al­inn get­ur ekki skorið úr um hvort sjúkra­hús­lega hinna tveggja sé vegna veirunn­ar.

Smit­um fjölgað en fækkað á spít­ala

Þrír eru á gjör­gæslu­deild, en þannig hef­ur stöðunni þar verið háttað frá 25. janú­ar. Tveir þeirra eru í önd­un­ar­vél.

Mest hafa 46 legið inni með kór­ónu­veiru­smit á spít­al­an­um á þessu ári, eða þann 16. janú­ar.

Þeim fækkaði ört næstu daga þar á eft­ir og voru þannig 33 tals­ins þann 20. janú­ar, án þess að hert­ar tak­mark­an­ir ættu þar hlut að máli.

Nú eru þeir 26, eins og fram kom að ofan.

Lík­lega ekki aflétt á morg­un

Á sama tíma, eða síðustu tæp­ar þrjár vik­ur, hef­ur greinst slík­ur fjöldi kór­ónu­veiru­smita hér á landi að hann slær öllu við frá upp­hafi far­ald­urs­ins á Íslandi.

1.440 smit greind­ust á land­inu í gær. Þann 14. janú­ar, þegar rík­is­stjórn­in kynnti hert­ar tak­mark­an­ir til að tak­marka fjölda smita, voru þau 1.149 tals­ins.

Ólík­legt er, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, að ein­hvers kon­ar aflétt­ing­ar tak­mark­ana verði kynnt­ar á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert