Um 20 stiga frost í nótt

Þótt kalt sé er veður stillt og ágætt til útivistar.
Þótt kalt sé er veður stillt og ágætt til útivistar. mbl.is/​Hari

Rúmlega 20 stiga frost mældist í Stafholtsey í innsveitum Borgarfjarðar og við Brú á Jökuldal í nótt. Á Sandskeiði fór frostið niður í rúm 19 stig.  

Að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, verður kalt út þessa viku og áfram er búist er við talsverðu frosti í innsveitum landins. Loftslagið við sjóinn verður aðeins mildara. Til að frostið geti orðið eins mikið og raun ber vitni þarf að vera algjört logn.

Djúp lægð á mánudag

Á mánudaginn er von á djúpri lægð og hvetur Helga fólk til að fylgjast með veðurspá. Stormur verður eða rok með snjókomu en spáin fyrir ákveðin landsvæði verður gefin út þegar nær dregur.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka