Edda svarar gagnrýni Kára

Edda Falak.
Edda Falak. mbl.is/Hallur Már

Edda Falak, eig­andi og þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, furðar sig á um­mæl­um Kára Stef­áns­son­ar um Face­book-færslu sína, þar sem hún leit­ar eft­ir sög­um um ónefnd­an mann sem hún seg­ir vera ger­anda í vænd­is­kaup­um.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sagði í sam­tali við Vísi í dag Eddu vera að „aug­lýsa eft­ir kjafta­sög­um“.

Að sögn Eddu sé það ekki rétt. Hún aug­lýsi ekki eft­ir kjafta­sög­um held­ur hafi hún leitað að aðila sem gæti mögu­lega haft þekk­ingu á því sem hún talaði um í færsl­unni og þolend­ur gætu þannig fengið stuðning frá hver öðrum.

„Ég skil ekki af hverju hann hef­ur ein­hverj­ar svaka­leg­ar áhyggj­ur af þessu ef hann er hundrað pró­sent viss um að hann sé ekki maður­inn og ég skil ekki af hverju hann tek­ur þá ekki reiði sína út á þess­um Arnþóri sem sakaði hann um að vera þessi maður sem ég var að tala um,“ seg­ir Edda í sam­tali við mbl.is.

Komið í veg fyr­ir að þolend­ur finni hver ann­an

Edda seg­ist ekki átta sig á því hvers vegna til­tek­in færsla henn­ar í Face­book-hópn­um „Bar­áttu­hóp­ur gegn of­beld­is­menn­ingu“ hafi vakið slíka at­hygli og verið bendluð við póli­tík inn­an SÁÁ. Það hafi aldrei verið ætl­un­in með færsl­unni.

„Arnþór, fyrr­ver­andi formaður, nýt­ir sér í raun­inni mína færslu svona sér til fram­drátt­ar og bendl­ar Kára við þetta í ein­hverj­um tölvu­pósti sem var send­ur til stjórn­ar­inn­ar án þess að ræða það neitt frek­ar við mig og seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að þetta sé Kári.“

Í kjöl­farið hafi Þóra og Kári sagt af sér úr aðal­stjórn SÁÁ.

„Svo gef­ur Frosti Loga­son út ein­hverja yf­ir­lýs­ingu um það að ég hafi staðfest eitt­hvað. Ég í raun­inni vildi ekk­ert vera sett í ein­hverja stöðu að vera að svara já eða nei, af því að ég er bund­in trúnaði.“

Edda seg­ir fjöl­marg­ar kon­ur hafa leitað til sín í kjöl­far Face­book-færsl­unn­ar, þá hafi marg­ir menn verið nefnd­ir á nafn en oft­ar en ekki sömu nöfn­in nokkr­um sinn­um.

„Mér finnst þetta ótrú­lega sér­stakt af því að er eins og það sé alltaf verið að tala um norna­veiðar eða aug­lýsa eft­ir kjafta­sög­um, það er eins og þeir vilji ein­hvern veg­inn ekki að þolend­ur viti af hver öðrum.

Þú meg­ir ekki finna ein­hvern sem lenti í því sama og þú og finna stuðning frá þeim aðila,“ seg­ir Edda.

Marg­ir séu greini­lega að svitna

Edda seg­ir marga karl­menn hafa sent sér skila­boð þar sem þeir segj­ast ekki vera maður­inn sem hún tal­ar um. Að henn­ar sögn megi setja spurn­ing­ar­merki við slík skila­boð.

„Af hverju held­urðu að ég sé að tala um þig og af hverju finn­urðu þig knú­inn til þess að sanna fyr­ir mér að þú sért ekki maður­inn,“ seg­ir Edda og bend­ir á að það sé nokkuð furðulegt, hafi fólk ekk­ert að fela.

Ég skil ekki af hverju það er svona ótrú­lega mik­il reiði gagn­vart því að ég sé að hvetja stelp­ur til þess að segja frá vegna þess að það seg­ir mér svo mikið að það eru greini­lega marg­ir þarna sem eru að svitna heima hjá sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert