Ingólfur sjálfur bendlað sig við sögurnar

Aðgerðarhópurinn Öfgar.
Aðgerðarhópurinn Öfgar. Ljósmynd/Aðsend

Aðgerðarhópurinn Öfgar segir Ingólf Þórarinsson tónlistarmann hafa sjálfur bendlað sig við frásagnir um kynferðisofbeldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum í ljósi viðtals Stundarinnar við Ingólf þar sem hann segist saklaus af öllum nafnvernduðum frásögnum Öfga.

„Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfest um hvaða tónlistarmann ræðir. Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari,“ segir í tilkynningu Öfga.

Ingólfur segir í viðtalinu að frásagnirnar séu uppspuna og flökkusögur sem hann muni aldrei gangast við.

Ekki haft áhrif á hann persónulega

Þá segir hann málið allt ekki hafa haft veruleg áhrif á hann persónulega, utan þess að hann hafi misst verkefni. Hann hafi ekki breytt neinu í samskiptum sínum við konur né farið í naflaskoðun hvað það varðar.

Öfgar segja það vera grafalvarlegt mál. „Eftir að hafa verið svo sannfærður um að svona alvarlegar ofbeldissögur sem varða margar hverjar á við hegningarlög séu um hann sjálfan.

Svo sannfærður að hann fer í drottingarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum.“

Notar fjölmiðla til að hóta

Öfgar segja Ingólf hafa notað fjölmiðla til að hóta. „Meðal annars hefur hann hótað að kæra nafnverndaðar frásagnir sem hann kannast samt sem áður ekkert við.“

Þá segir í tilkynningunni að ekki svo löngu áður en nafnverndaðar frásagnir Öfga birtust sagði Ingólfur í viðtali hjá öðrum meintum geranda að hann muni lítið frá þeim tíma sem hann drakk illa og að hann hafi notað orðið minnisleysi.

„Nokkrum dögum eftir að frásagnirnar birtust heldur hann því fram að hann viti hver hann er, hvað hann hafi gert og segir að frásagnirnar séu árás á sína persónu. Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu?“

Þá vísa Öfgar því á bug að sögurnar hafi verið sendar til Öfga til þess að athuga hvort að þær yrðu birtar.

„Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert