Íhugar alvarlega að gefa kost á sér

Einar Þorsteinsson íhuga alvarlega að gefa kost á sér til …
Einar Þorsteinsson íhuga alvarlega að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknar í Reykjavík. Eiginkona Einars er Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, íhugar alvarlega að sækjast eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 

„Það hafa mjög margir hvatt mig til þess að fara fram fyrir Framsókn og ég er að íhuga það alvarlega,“ segir Einar í samtali við mbl.is.

Þurfi samvinnuhugsjón í borgarstjórn

Hann segir mikilvægt að Framsóknarflokkurinn hafi áhrif á ákvarðanatöku í borginni en eins og staðan er núna á Framsókn engan fulltrúa í borginni.

„Það er verk að vinna í borginni sem ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að koma að. Miðað við stöðuna í Ráðhúsinu á undanförnu þá er mikilvægt að flokkur sem byggir pólitík sína á samvinnuhugsjón hafi áhrif á ákvarðanatöku þar,“ segir Einar.

Björgvin Páll Gúst­avs­son, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik, hefur gefið út að hann sækist eftir 1. -2. sæti á lista flokksins í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert