Fallist á tillögu um sölu á Íslandsbanka

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. 

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 

Þingnefnd fjallar um áformin

„Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og þess óskað að umsagnir nefndanna liggi fyrir ekki síðar en þann 2. mars nk.,“ segir í tilkynningu. 

Í tilkynningu kemur fram að jafnframt hafi verið óskað eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð.

Endanleg ákvörðun verði tekin um sölumeðferð eignarhlutans eftir að umbeðnar umsagnir berast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert