Slydda eða snjókoma og hiti í kringum frostmark

Enn er töluverður snjór í höfuðborginni.
Enn er töluverður snjór í höfuðborginni. mbl.is/Arnþór

Vindur er að róast á Suður- og Vesturlandi en þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. Á Norður- og Austurlandi er enn allshvöss eða hvöss suðaustanátt og jafnvel stormur til fjalla.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hiti á landinu í dag verði í kringum frostmarkið.

Á morgun lægir síðan meira og verður fremur hægur vindur víðast hvar. Snjókomu og éljabakkar eru á sveimi allt í kringum landið og munu fáir eða engir landshlutar sleppa við ofankomu áður en morgundagurinn er úti.

Hitinn þokast niðurávið og útlit er fyrir frost 0 til 5 stig á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert