Telur lögreglu vilja upplýsingar um heimildarmenn

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans mbl.is/Hari

Þórður Snær Júlí­us­son rit­stjóri Kjarn­ans seg­ir um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja hafa átt skýrt er­indi við al­menn­ing og því ættu blaðamenn að vera verndaðir með lög­um. Hann furðar sig jafn­framt á því hvað lög­regla ætli sér að yf­ir­heyra frétta­menn­ina um, ef ekki til að fá upp­lýs­ing­ar um heim­ilda­öfl­un eða heim­ild­ar­menn þeirra. Eiga þeir að vera verndaðir með lög­um.

„Okk­ur er gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa frétt­ir. Ef að það er glæp­ur þá er ís­lensk blaðamennska í veru­leg­um vand­ræðum,“ seg­ir Þórður í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir þetta senda af­leit skila­boð til blaðamanna í land­inu sem nýta oft trúnaðargögn við frétta­skrif sem feng­in eru með ýms­um hætti. Eru gögn­in oft þess eðlis að þeir sem málið varða eru mót­falln­ir því að upp­lýs­ing­arn­ar ber­ist til al­menn­ings.

„Þannig op­in­ber­ast flest mál sem eru leidd til lykt­ar í gegn­um fjöl­miðla. Þetta er aðför að þeirri blaðamennsku.“

Sam­herji hafi reynt að hafa áhrif á for­manns­kjör

Þórður er einn fjög­urra frétta­manna sem hafa verið kallaðir til yf­ir­heyrslu af lög­regl­unni á Norður­landi eystra vegna um­fjöll­un­ar Kjarn­ans og Stund­ar­inn­ar um „skæru­liðadeild“ Sam­herja á síðasta ári. Var þar m.a. full­yrt að Sam­herji hafi gert til­raun­ir til þess að hafa áhrif á for­manns­kjör Blaðamanna­fé­lags Íslands.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig gögn­in sem frétta­flutn­ing­ur­inn byggði á komust í hend­ur blaðamanna en um er að ræða sam­skipta­gögn og gæti þetta því tal­ist brot á hegn­ing­ar­lög­um.

Um­fjöll­un­in kom í kjöl­far af­hjúp­un­ar Stund­ar­inn­ar og Kveiks á Rúv á starf­semi út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja í Namib­íu og víðar.

Átti skýrt er­indi við al­menn­ing

Að sögn Þórðar eru 228. og 229. gr. hegn­ing­ar­laga um friðhelgi einka­lífs, sem blaðamenn­irn­ir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, skýr – ekki ætti að hamla störf frétta­manna þegar frétta­flutn­ing­ur þeirra varðar al­manna­hags­muni. Var túlk­un laga­ákvæðis­ins m.a. styrkt í fyrra með laga­breyt­ing­um.

„Þá er erfitt að sjá hvaða spurn­inga lög­reglu­menn ætli að spyrja okk­ur blaðamenn í yf­ir­heyrslu, aðrar en þær að fá það upp­gefið hverj­ir okk­ar heim­ild­ar­menn séu eða hvernig við öfluðum heim­ilda,“ seg­ir Þórður og bæt­ir við að með því séu þeir að hvetja blaðamenn til að brjóta önn­ur lög í land­inu, fjöl­miðlalög, þar sem vernd heim­ild­ar­manna er tryggð.

„Þetta er svo mik­il hringa­vit­leysa, ég botna ekk­ert í þessu.“

Þú tel­ur al­veg skýrt að þessi frétta­flutn­ing­ur hafi varðað al­manna­hags­muni?

„Við töld­um skýrt að þetta ætti er­indi við al­menn­ing. Viðbrögðin voru þau að helstu ráðamenn þjóðar­inn­ar for­dæmdu þetta at­hæfi. Ráðherr­ar í rík­is­stjórn, þing­menn og allskon­ar sam­tök, inn­lend og er­lend, gerðu slíkt hið sama. Á end­an­um baðst Sam­herji af­sök­un­ar í kjöl­far þess­ar­ar um­fjöll­un­ar á hátt­erni sínu og sagði, og viður­kenndi, að þeir hefðu gengið of langt.“

„Ef þetta eru ekki al­manna­hags­mun­ir í ljósi þess hver viðbrögðin voru þá veit ég ekki hvernig við eig­um að skil­greina þá.“

Þá bend­ir hann jafn­framt á að eng­inn hafi dregið í efa trú­verðug­leika frétta­flutn­ings­ins sem og sann­leiks­gildi gagn­anna sem hann byggði á.

Furðar sig á sak­born­ing­um í rann­sókn­inni

Þórður fékk sím­tal í gær um að hann þyrfti að mæta í yf­ir­heyrslu lög­reglu vegna máls­ins. Hann sagði það hafa komið mjög á óvart og átti hann alls ekki von á að þetta mál yrði rann­sakað.

Aðspurður kveðst hann ekki vita til þess að fleiri séu með stöðu sak­born­ings en þeir sem fjöl­miðlar hafa nú þegar fjallað um, sem auk Þórðar eru þau Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður á Kjarn­an­um, Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaðamaður á Stund­inni, og Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks. 

Hann tel­ur þó um­hugs­un­ar­vert hvers vegna Arn­ar Þór og Aðal­steinn hafi verið boðaðir í yf­ir­heyrslu þar sem hvor­ug­ur þeirra er með rit­stjórn­ar­lega ábyrgð á sín­um miðlum.

Að sama skapi furðar hann sig á því að Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks sé einnig í hópi þeirra í ljósi þess að það voru fyrst og fremst Kjarn­inn og Stund­in sem greindu frá þess­um gögn­um. 

Eng­inn sett­ur í stöðu sak­born­ings af léttúð

„Það læt­ur eng­inn ein­stak­ling í rétt­ar­ríki hafa stöðu sak­born­ings af ein­hverri léttúð,“ seg­ir Þórður og bæt­ir við að til að gefa í skyn að ein­hver hafi framið lög­brot, sem sé það al­var­legt að við því liggi allt að eins árs fang­els­is­refs­ing, sé eins gott að það sé gert að vel ígrunduðu máli. Seg­ir hann þetta mjög al­var­legt.

„Þó ég sé bú­inn að starfa í þess­um geira lengi og hef oft farið í gegn­um allskon­ar storma þá finnst mér aldrei þægi­legt að gera þetta og ég get ímyndað mér að þeir sem séu að ganga í gegn­um þetta í fyrsta sinn, að þeir upp­lifi það mjög sterkt. Þetta get­ur verið mjög óþægi­legt,“ seg­ir Þórður að lok­um.

Ekki náðist í Páleyju Borgþórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á Norður­landi eystra, vegna rann­sókn­ar­inn­ar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert