„Eins og að moka okkur í gegnum fjall“

Gangandi vegfarendur hafa átt erfitt með að komast leiðar sinnar …
Gangandi vegfarendur hafa átt erfitt með að komast leiðar sinnar í höfuðborginni í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við biðlum áfram til fólks að sýna okkur þolinmæði enda erum við að reyna að gera okkar besta. Þetta er flókið verkefni,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hið mikla fannfergi sem blasir við íbúum á höfuðborgarsvæðinu virðist ekki vera á förum á næstunni. Starfsmenn borgarinnar hafa unnið stíft við snjómokstur í vikunni en þó er augljóst að margir telja ekki nóg að gert. Á samfélagsmiðlum lýsa margir þeirri skoðun sinni að hægt gangi að ryðja húsagötur og göngustíga. Raunar hafa margir kvartað undan því að snjór af götum sé ruddur inn á göngustíga og þeir séu því ófærir með öllu í sumum tilvikum.

Hjalti segir að snjódýpt sé allt að metri í sumum hverfum og ástandið sé verst í austurhluta borgarinnar, til að mynda í efra Breiðholti. „Við erum með tugi véla úti til að moka en þegar snjórinn er svona mikill eru margar af þessum vélum í vandræðum, sérstaklega þær minni. Við erum bara að ströggla og þetta tekur okkur lengri tíma en við héldum. Þetta er eins og að moka sig í gegnum fjall,“ segir Hjalti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert