Ekki er hægt að ryðja götur í Vestmannaeyjum vegna lélegs skyggnis og því eru íbúar þar hvattir til þess að halda sig heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja aðstoða nú menn við að losa bifreiðar sínar sem sitja fastar víðsvegar á götum eyjunnar en það gengur illa þar sem færðin er mjög slæm og vegfarendur á illa búnum bifreiðum.
Biðlar lögreglan því til íbúa í Vestmannaeyjum um að halda sig heima við og fara ekki út úr húsi að óþörfu.