„Bæjarbúar lögðust á eitt“

„Þetta var mjög mikill búnaður sem tengist starfi fimleikadeildar. Þeir …
„Þetta var mjög mikill búnaður sem tengist starfi fimleikadeildar. Þeir voru með allt sitt þarna uppi. Það voru stökkgryfjur, trampólín, dansgólf og dýnur og alls konar.“ Ljósmynd/Aðsend

Öllum mun­um Ham­ars­hall­ar­inn­ar í Hvera­gerði hef­ur verið komið í skjól eft­ir að hafa staðið ber­skjaldaðir í óveðrinu um tíma, en greint var frá því í morg­un að dúk­ur­inn hefði fokið af höll­inni.

„Þetta var mjög mik­ill búnaður sem teng­ist starfi fim­leika­deild­ar. Þeir voru með allt sitt þarna uppi. Það voru stökk­gryfj­ur, trampólín, dans­gólf og dýn­ur og alls kon­ar,“ seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir bæj­ar­stjóri í sam­tali við mbl.is. 

„Þetta er allt komið í hús núna,“ seg­ir hún en von­ast er til þess að sá búnaður sé ekki mikið skemmd­ur.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segir samstöðu bæjarins ómetanlega.
Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, seg­ir sam­stöðu bæj­ar­ins ómet­an­lega. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Við feng­um tvær stór­ar geymsl­ur og gát­um sett þetta þangað inn. Bæj­ar­bú­ar lögðust á eitt og það er nú verið að kynda og þurrka. Við þurf­um að sjá hvernig það kem­ur út. 

Við von­umst auðvitað til þess að þetta allt sé í lagi.“

Spurð út í fram­haldið seg­ir hún of snemmt að segja til um það en þó verði það sam­tal tekið á næstu dög­um og vik­um. Þarna verði þó áfram íþrótt­a­starf­semi.

Gervigrasvöllur, púttvöllur og íþróttagólf þar sem fimleikar voru stundaðir voru …
Gervi­grasvöll­ur, pútt­völl­ur og íþróttagólf þar sem fim­leik­ar voru stundaðir voru í höll­inni meðal ann­ars. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við ger­um ráð fyr­ir að þarna verði íþrótta­mann­virki, ekki spurn­ing.“

Mik­il­vægt sé að hafa í huga að þó að dúk­ur­inn hafi fokið þá standi grunn­ur­inn enn. Auk þess sé gott að eng­inn hafi slasast.

Þá hafi bæj­ar­yf­ir­völd hafi verið í sam­bandi við fram­leiðend­ur hall­ar­inn­ar og munu funda með þeim aft­ur á morg­un auk trygg­inga­fé­laga.

„Svo þarf bæj­ar­stjórn bara að taka ákvörðun um fram­haldið í sam­starfi við íþrótta­hreyf­ing­una.“

Hamarshöllin var reist árið 2012 og stóð því í tíu …
Ham­ars­höll­in var reist árið 2012 og stóð því í tíu ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur þjónað bæn­um vel

Ham­ars­höll­in var reist árið 2012 og stóð því í tíu ár. Um er að ræða fimm þúsund fer­metra mann­virki sem sam­an­stóð meðal ann­ars af hálf­um gervi­grasvelli, átta hundruð fer­metra íþróttagólfi og pútt­velli, til að nefna dæmi.

Al­dís seg­ir mik­il­vægt að fólk átti sig á því hversu vel höll­in hef­ur þjónað bæn­um á þeim tíu árum frá því hún var reist.

„Nú þegar við erum að reyna að koma öllu íþrótt­a­starfi fyr­ir í gamla íþrótta­húsið við Skóla­mörk, þá sér maður hvers lags lyfti­stöng Ham­ars­höll­in var á sín­um tíma.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Þá þakk­ar Al­dís fyr­ir stuðning þeirra í bæn­um sem boðið hafa fram aðstoð auk ná­granna­sveit­ar­fé­laga.

„Ná­grann­ar okk­ar hafa boðið okk­ur aðstöðu í sín­um hús­um. Bæði Sel­foss og Þor­láks­höfn. Það er líka búið að hafa sam­band við okk­ur frá Reykja­vík. Staðir hér í Hvera­gerði með stóra sali hafa boðið okk­ur af­not af þeim.

Þannig það eru all­ir bara að leggj­ast á eitt. Mér finnst dá­sam­legt að verða vitni að því hvað Hver­gerðing­ar standa sam­an þegar á bját­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert