Fjöldi bíla fastur á Hellisheiði

Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, en eins og …
Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, en eins og sjá má á vefmyndavél Vegagerðarinnar af heiðinni er komin löng röð bíla. Ljósmynd/Vegagerðin

Veginum um Hellisheiði var aftur lokað fyrir klukkustund eftir að tekist hafði að opna veginn eftir óveðrið sem gekk yfir landið á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Nokkur fjöldi bíla er fastur í Hveradalsbrekku, nærri skíðaskálanum í Hveradölum.

Kar­en Ósk Lár­us­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Lands­björgu, segir björgunarsveitir á leiðinni til að hjálpa þeim fjölda ökumanna sem fastur er á leið í borgina.

Vegurinn um Þrengsli er opinn, sem og um Sandskeið.

Í gærkvöldi var búið að losa alla bíla sem festust á heiðinni í óveðrinu á mánudag. Ferja þurfti ökumenn í bílana en áður en hægt var að kom­ast á vett­vang og færa bif­reiðarn­ar þurfti að ryðja veg­inn að hluta.

Að því loknu var ráðist í enn frekari snjómokstur til að hægt væri að opna veginn fyrir almenna umferð. Það hafðist í gærkvöldi en nú, eins og áður sagði, er veginum aftur lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert