Þorsteinn Már tjáir sig um greinargerðina

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja sendi starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins bréf í dag þar sem hann tjá­ir sig um grein­ar­gerðina sem lög­reglu­stjór­inn á Ak­ur­eyri lagði fram fyr­ir héraðsdómi í fyrra­dag.

Í bréf­inu sem mbl.is er með und­ir hönd­um seg­ir hann Sam­herja ekki eiga aðild að svo­kölluðu „síma­máli“ Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra. Þá gagn­rýn­ir hann fjöl­miðla og seg­ir þá hafa fjallað um málið af miklu ójafn­vægi og offorsi að und­an­förnu.

„Sam­herji á ekki aðild að þessu máli og hef­ur ekki kært neinn eða gert nein­ar kröf­ur. Hins veg­ar stönd­um við með okk­ar fólki eins og æv­in­lega og ekki síst þegar á bját­ar. Okk­ur svíður nú hvernig fjöl­miðlamenn, sem sjálf­ir eru sak­born­ing­ar, hafa farið fram í mál­inu; máli sem þeir ættu í raun alls ekki að fjalla um vegna tengsla sinna við það,“ skrif­ar Þor­steinn og bæt­ir við:

„Í fyrra­dag lagði lög­reglu­stjór­inn á Ak­ur­eyri fram grein­ar­gerð fyr­ir héraðsdómi. Í henni koma fram slá­andi atriði um at­ferli fjöl­miðlamanna, sem telja nú að þeir séu yfir lög hafn­ir og þurfi ekki að gefa lög­reglu skýrslu um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi eins og aðrir lands­menn þurfa að gera.“

Skýrslu­tök­urn­ar hafi ekk­ert með Sam­herja að gera

Þor­steinn ít­rek­ar í bréfi sínu að í grein­ar­gerð lög­reglu­stjór­ans komi skýrt fram að fyr­ir­hugaðar skýrslu­tök­ur hafi ekk­ert með mál­efni Sam­herja að gera.

„Fjöl­miðlamenn­irn­ir eru grunaðir um brot gegn ákvæðum al­mennra hegn­ing­ar­laga, þar sem mælt er fyr­ir um refs­ingu á hend­ur þeim sem brýt­ur gegn friðhelgi einka­lífs með því að hnýs­ast í, út­búa, afla, af­rita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heim­ild­ar­leysi skjöl­um, gögn­um, mynd­efni, upp­lýs­ing­um eða sam­bæri­legu efni um einka­mál­efni viðkom­andi. Einnig mæla lög­in fyr­ir um refs­ingu þeirra sem í heim­ild­ar­leysi verða sér úti um aðgang að gögn­um eða for­rit­um annarra sem geymd eru á tölvu­tæku formi,“ skrif­ar Þor­steinn.

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamenn­irn­ir fjór­ir sem lög­regl­an á Norður­landi eystra hef­ur boðað í yf­ir­heyrslu. Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaðamaður á Stund­inni, Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður á Kjarn­an­um, Þóra Arn­órs­dótti­ur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Sam­sett mynd

Sím­inn hafi verið af­hent­ur frétta­mönn­um RÚV

Í bréf­inu fjall­ar Þor­steinn um inni­hald grein­ar­gerðar­inn­ar og seg­ir þar skil­merki­lega rakið að ein­stak­ling­ur ná­kom­inn Páli hafi tekið síma hans ófrjálsri hendi á meðan Páll lá þungt hald­inn á sjúkra­beði. Hann hafi síðan af­hent fjöl­miðlamönn­um sím­ann og að þeir hafi af­ritað sím­ann, sem inni­hélt mikið af viðkvæm­um per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um, að hluta eða öllu leyti, vit­andi um hver átti sím­ann. Þá bend­ir hann á lög­regl­an telji það ljóst að þeir sem af­rituðu sím­ann hafi þurft að skoða allt sem í hon­um var og ljóst að af­rituðum gögn­um hafi verið dreift á milli fjöl­miðlamanna.

„Af því sem rakið er í grein­ar­gerðinni verður helst ráðið að sím­inn hafi verið af­hent­ur frétta­mönn­um hjá Rík­is­út­varp­inu,“ skrif­ar Þor­steinn.

„Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að lög­regl­an sé með um­tals­vert af gögn­um;  síma­sam­skipt­um, tölvu­póst­um og ann­ars kon­ar sam­skipt­um þess ein­stak­lings sem tók sím­ann og viðkom­andi fjöl­miðlamanna, þar sem m.a. sé rætt um minn­islyk­il, eign­ar­hald og aðgangs­orð og enn frem­ur komi fram í sam­skipt­un­um að upp­lýs­ing­ar um viðkvæm per­sónu­leg mál­efni Páls sé að finna í sím­an­um,“ skrif­ar Þor­steinn.

Áður hef­ur komið fram að í síma Páls hafi verið að finna mynd­bönd af hon­um í kyn­lífs­at­höfn­um og að blaðamenn­irn­ir fjór­ir sem eru boðaðir til skýrslu­töku séu grunaðir um dreif­ingu klám­efn­is. 

Seg­ir þátt­töku fjöl­miðlamanna með ólík­ind­um

Þá seg­ir Þor­steinn at­b­urðarás­ina sem lög­reglu­stjór­inn lýs­ir og þátt­töku fjöl­miðlamanna í henni vera með mikl­um ólík­ind­um.

Engu að síður fjalla þess­ir sömu fjöl­miðlar af full­um þunga um málið eins og ekk­ert hafi í skorist og að þeir séu til þess bær­ir og hlut­laus­ir.  Það er óneit­an­lega sárt að fylgj­ast með svo óvæg­inni og óverðskuldaðri um­fjöll­un um okk­ar fólk og fyr­ir­tækið en þó er það svo, eins og svo oft áður, að samstaða ykk­ar, heil­indi og traust gef­ur ekki eft­ir. Fyr­ir það er ég óend­an­lega þakk­lát­ur,“ stend­ur að lok­um í bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert