Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um allt land og af þeim sökum er víða illfært. Búið er að loka Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Hellisheiði, Þrengslum, Sandskeiði og Mosfellsheiði.
Auk þess eru Holtavörðuheiði og Fróðárheiði lokaðar og búið að loka veginum um Hafnarfjall.
Á Vestfjörðum er ófært á Hálfdán, Mikladal og kleifaheiði og vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður.
Á Suðurlandi er varað við hvössum vindhviðum á öllum leiðum.