„Þú trúir því ekki hvað staðan er hræðileg“

Nina Faryna hefur búið á Íslandi í tæp 20 ár.
Nina Faryna hefur búið á Íslandi í tæp 20 ár. Ljósmynd/Nina Faryna

„Ég gat ekki staðið í fæt­urna þegar ég las frétt­irn­ar þenn­an fimmtu­dags­morg­un. Þú trú­ir því ekki hvað staðan er hræðileg,“ seg­ir Nina Faryna, úkraínsk kona sem bú­sett er á Flúðum, í sam­tali við mbl.is.

Nina flutti hingað til lands árið 2003 ásamt eig­in­manni sín­um og starfar nú á leik­skóla.

Hún seg­ist vera í áfalli yfir ástand­inu og seg­ir það óraun­veru­legt. Nina hef­ur fundið fyr­ir mik­illi streitu og kvíða und­an­farna daga en stór hluti fjöl­skyldu henn­ar býr í Úkraínu.

Foreldrar Ninu búa í vesturhluta Úkraínu.
For­eldr­ar Ninu búa í vest­ur­hluta Úkraínu. Ljós­mynd/​Nina Faryna

For­eldr­ar henn­ar búa nærri borg­inni Ternopil sem er í vest­ur­hluta lands­ins. Nina tel­ur þau vera frek­ar ör­ugg en for­eldr­ar henn­ar dvelja nú flest­um stund­um í kjall­ara heim­il­is síns. 

Nina seg­ist hafa boðist til að kaupa flug­miða fyr­ir þau til Íslands en þau treysta sér ekki í það ferðalag.

Þá halda bróðir Ninu og fjöl­skylda hans sig einnig heima.

„Krakk­arn­ir fara ekki í skól­ann. Það eru ekki spreng­ing­ar en stund­um koma hljóð sem þýða að þau þurfa að fela sig í nokkr­ar klukku­stund­ir í senn.“

46 klukku­stunda flótti

Frænd­fólk Ninu býr í Kænug­arði og hef­ur hún beðið þau um að koma til Íslands þar til ástandið geng­ur yfir. Hún seg­ir þau hins veg­ar ekki vilja það þar sem líf þeirra er í Úkraínu.

Nina nefn­ir þó að syst­ur­dótt­ir henn­ar hafi ákveðið að flýja til Pól­lands en ferðalagið tók hana meira en 46 klukku­stund­ir.

Hún er nú á hót­eli í Póllandi ásamt son­um sín­um tveim­ur, ann­ar er þriggja ára og hinn er fimm ára.

„Við erum að hugsa hvað við ger­um næst fyr­ir þau en við vilj­um fá þau til Íslands í friðinn.“

Þúsundir manna flýja nú Úkraínu.
Þúsund­ir manna flýja nú Úkraínu. AFP

Ein­stök samstaða

Nina seg­ir að bróðir henn­ar reyni nú að hjálpa fólki, sem flúið hef­ur frá Kænug­arði í sveit­ir Úkraínu, eins mikið og hann get­ur.

„Hann býður fólki gist­ingu, mat og hlý föt. Þá hef­ur starfs­fólkið á veit­ingastaðnum sem hann rek­ur verið að elda mat og senda hann til höfuðborg­ar­inn­ar,“ seg­ir Nina og bæt­ir við að samstaða Úkraínu­manna um þess­ar mund­ir sé ein­stök.

„Ég er svo stolt af fólk­inu mínu núna. Þau hafa staðið sig svo vel,“ seg­ir Nina og bæt­ir við að hún sé í góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína.

Orð sendi­herr­ans röng

Á föstu­dag birt­ist á mbl.is viðtal við Mik­hail Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, þar sem hann seg­ir þau nas­ista­öfl sem Rúss­ar vilji losna við í Úkraínu, sam­an­standa af sjálf­boðaliðum sem beri ábyrgð á þjóðarmorðum á Don­bas-svæðinu í aust­ur­hluta lands­ins.

Nina seg­ir orð sendi­herr­ans vera röng og árétt­ar að Íslend­ing­ar megi ekki taka þeim sem sann­leik, þar sem Noskov starfi fyr­ir Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

„Úkraínu­menn eru bara venju­legt fjöl­skyldu­fólk sem vill bara frið, fólk ber aldrei vopn. Við vilj­um ekki verða hluti af Rússlandi,“ seg­ir hún og legg­ur áherslu á að Úkraínu­menn séu ekki að berj­ast hver við ann­an held­ur sé það rúss­neski her­inn sem er að ráðast á Úkraínu.

„Svona á ekki að ger­ast árið 2022.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert