Snjódýpt í febrúar nær aldrei verið meiri

Björgunarsveitir aðstoða við að losa bíla í ófærð í febrúar.
Björgunarsveitir aðstoða við að losa bíla í ófærð í febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarsnjódýpt í febrúar var 444 sentimetrar og hefur dýptin aðeins þrisvar sinnum verið meiri í febrúarmánuði en það var árin 1925, 1957 og 2000.

Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. Þar segir að á hverjum morgni klukkan 9 sé snjóhula metin og að þá daga þegar alhvítt er sé snjódýptin mæld  í sentímetrum.

Slíkar athuganir hafa verið gerðar í Reykjavík frá árinu 1921.

Alhvítir dagar voru alls 24

Til þess að finna heildarsnjódýpt hvers mánaðar, leggur Veðurstofan saman heildarsnjódýpt þá daga sem alhvítt er. 

Heildarsnjódýptartala mánaðar er mest þegar snjódýptin er mikil og alhvítir dagar eru margir. Í febrúarmánuði voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 24.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka