Nokkur styr hefur staðið yfir á íbúahópum á samfélagsmiðlinum Facebook eftir að fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins urðu varir við drunur úr hávaðamiklum orrustuþotum sem flugu hér yfir í kvöld.
Enginn hætta er þó á ferð en hér var um að ræða tvær F-16 þotur portúgalska flughersins sem sinnir nú loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins um þessar mundir.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var vélunum bent til lendingar úr þessari átt vegna annarrar flugumferðar. Afleiðingarnar voru þó þær að margir íbúar urðu varir við ferðir vélanna sem eru mjög hávaðasamar.
Almennt er það svo að bæði íslensk stjórnvöld og erlendur liðsafli sem er hér á landinu að sinna þessari loftrýmisgæslu, kappkostar við að hafa hávaða í lágmarki og að þessar vélar valdi fólki sem minnstu ónæði.
Engu að síður hefur Landhelgisgæslan óskað eftir skýringum á hvers vegna þessi aðflugsleið var valin.