Tíu ára áætlunin til endurskoðunar

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á …
Tilgangur verkefnisins var meðal annars að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­komu­lag um efl­ingu sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu er nú til end­ur­skoðunar en hinn 7. maí árið 2012 var skrifað und­ir samn­ing um tíu ára til­rauna­verk­efni um efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna eins og það er kallað. 

Viðræður standa yfir milli full­trúa Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og full­trúa Inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, sem skipuðu þrjá full­trúa hvort í starfs­hóp­inn. Til­gang­ur verk­efn­is­ins var að tvö­falda hlut­deild al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, lækka sam­göngu­kostnað heim­ila og sam­fé­lags­ins og stuðla að sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda eins og það var orðað í til­kynn­ing­unni árið 2012. 

Mbl.is hafði sam­band við Pál Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóra SSH, og spurði hann út í gang mála. Á stjórn­ar­fundi SSH hinn 7. fe­brú­ar var málið á dag­skrá og kynntu full­trú­ar í starfs­hópi SSH stöðuna á viðræðunum við ríkið.

Páll seg­ist ekki geta tjáð sig um stöðuna um­fram það að sam­komu­lagið sé til end­ur­skoðunar og viðræður í gangi. 

„Sam­hliða sam­göngusátt­mál­an­um, sem und­ir­ritaður var 26. sept­em­ber 2019, lýstu aðilar því yfir að vinna sam­eig­in­lega að end­ur­skoðun sam­komu­lags um til­rauna­verk­efni um efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna frá 2012 og fram­leng­ingu á gild­is­tíma þess um tólf ár til 2024. Þarna er verið að horfa á að end­ur­skoða þetta sam­komu­lag og er það gert í tengsl­um við upp­bygg­ingu sam­göngu­innviða sem framund­an er á  höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar viðræður eru í gangi og ganga bara vel en ekki er tíma­bært að segja meira um það að svo stöddu," sagði Páll Björg­vin við mbl.is í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert