327 starfsmenn Landspítala í einangrun

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

85 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél, að því er kemur fram í tilkynningu.

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 74 ár.

Covid-sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 327 talsins.

Í gær lágu 88 sjúklingar á Landspítala og fimm voru á gjörgæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert