„Við erum að leggja grunninn að því að senda hjálpargögn hingað og fórum að skoða aðstæður.“
Þetta segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er staddur í borginni Lvív í Úkraínu í samtali við mbl.is.
Ferðin er ekki á vegum Alþingis.
Birgir er með hjálparsamtökunum One Free World International í ferðinni en þau vinna að því að koma mat og lyfjum til þeirra í neyð.
Með samtökunum hefur Birgir hafa meðal annars heimsótt munaðarleysingjaheimili og herspítala. Hann segir heimsóknirnar hafa verið átakanlegar.
„Við töluðum við unga hermenn sem höfðu slasast alvarlega í stríðinu. Það var átakanlegt að sjá unga menn sem voru til dæmis búnir að missa fót eða hendi.“