Landið allt gult

Gul veðurviðvörun um land allt.
Gul veðurviðvörun um land allt. Skjáskot af Veðurstofunni

Gul veðurviðvörun mun taka gildi í nótt og gilda um land allt fram eftir morgni.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að í nótt og fyrramálið gangi kröpp lægð til norðurs fyrir vestan land og að hún valdi suðaustan hvassviðri eða stormi um tíma í flestum landshlutum með snjókomu eða slyddu.

Viðvaranirnar taka gildi sem hér segir: 

Á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi viðvörun gildi klukkan 4,

á Suðurlandi klukkan 3,

við Faxaflói klukkan 3 ,

við Breiðafjörð klukkan 5, á

á Vestfjörðum klukkan 6,

á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 7,

á Norðurlandi eystra ekki fyrr en klukkan 9 að morgni,

á Austurlandi að Glettingi sömuleiðis klukkan 9 að morgni,

á Austfjörðum klukkan 9 að morgni,

á Suðausturlandi klukkan 5, 

og á Miðhálendinu klukkan 5. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert